
.jpg)


















Seljavegur 19, 101 Reykjavík 39.900.000 kr.
73,9 m², fjölbýlishús, 3 herbergi
***Íbúðin er seld með fyrirvara um fjármögnun***
Trausti fasteignasala og Halldór Frímannsson löggiltur fasteignasali kynna i einkasölu vel staðsetta 3ja herbergja íbúð í vesturbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 73,9 fm, þar af sérgeymsla í kjallara 2,8 m2.
Nánari lýsing:
Um er að ræða ósamþykkta íbúð í kjallara í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seljavegi 19 í Reykjavík.
Gólfefni: Íbúðin er parketlögð með plastparketi úr eik, flísar á baðherbergi.
Hol: Af stigagangi er gengið inn í opið rými, með eldhús, baðherbergi og stofu á vinstri hönd og svefnherbergin á hægri hönd.
Eldhús: Rúmgott með snyrtilegri innréttingu og góðu skápaplássi. Vatnslögn og affall fyrir þvottavél í rýminu.
Stofa/borðstofa: Stórt samliggjandi rými.
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með fataskáp.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og framaná baðkari. Skápur yfir vaski og veggskápur.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Húshitun: Hitaveita
Sérgeymsla í kjallara 2,8 m2.
Sameiginleg geymsla í sameign í kjallara.
Sameign hússins er snyrtileg. 6 íbúðir eru í stigaganginum. Ein í kjallara, tvær á 1. og 2. hæð og ein á 3ju hæð. Dýrahald er leyft í húsinu.
Annað: Ekki næg lofthæð í íbúðinni. Íbúðin er í 5 mínútna göngufæri frá grunnskóla, 3 mínútútna göngufæri frá matvöruverslun og 4 mínútna gögnufæri frá strætó. Húsfélag er fyrir stigaganginn.
Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Frímannsson, löggiltur fasteignasali, í síma 660-5312 eða á netfanginu halldor@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

- Brunabótamat24.450.000 kr.
- Fasteignamat34.700.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð23. jún. 2022
- Flettingar2028
- Skoðendur1790
- 73,9 m²
- Byggt 1974
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur










