Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr.

Ásmundur Skeggjason

Jóhann Friðgeir Valdimarsson

Kristinn Tómasson viðsk.fr. MBA

Þórarinn Friðriksson































Þinghólsbraut 43, 200 Kópavogur 84.900.000 kr.
118,7 m², fjölbýlishús, 5 herbergi
Opið hús: 21. mars 2023 kl. 17:00 til 18:00
Höfði fasteignasala kynnir:
OPIÐ HÚS - Þriðjudaginn 21. mars, milli kl. 17:00 og 18:00- Verið velkomin!
MJÖG FALLEG OG BJÖRT 4-5 HERB. SÉRHÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ Á SUNNANVERÐU KÁRSNESINU Í KÓPAVOGI.
Um er að ræða íbúð í fallegu steinsteyptu fjórbýlishúsi, teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á seinustu árum. Fallegir stórir gluggar veita hæðinni gott útsýni til suðurs. Íbúðin er skráð um 120 fm.
Gengið er beint inn af götu inn í íbúðina.
Forstofa: Gengið er inn í flísalagða forstofu með dökkum steinflísum. Fatahengi og innangengt er í þvottahúsið. Einnig gengið niður í kjallara.
Baðherbergi: Glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf með stórri flísalagðri walk-in sturtu með öryggisgleri. Upphengt salerni og gott skápapláss. Spegill með innfelldri lýsingu og gluggi.
Eldhús: Mjög rúmgott með fallegri innréttingu og góðu skápa- og borðplássi, flísar á gólfi. Bakarofn í vinnuhæð og keramik helluborð.
Stofur: Rúmgóð stofa með stórum gluggum til suðurs og með útsýni yfir sjóinn. Borðstofan er opin í eldhúsið og stofuna. Eikar harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með útgengt út á svalir, ný svalahurð, eikar harðparket á gólfi..
Barnaherbergin: Eikar harðparket á gólfum og fataskápar í báðum herbergjum.
Geymsla: Rúmgóð 11 fm. geymsla með glugga er í kjallara.
Þvottahús: Þvottahúsið var teiknað sem gestasnyrting, snyrtilegt með glugga.
Samkvæmt eiganda hefur eignin fengið töluvert viðhald í gegnum árin; Ofnar og ofnalagnir voru endurnýjaðar í kringum 2001 og fyrir um 20 árum var þak endurnýjað. Rafmagnsrofar, tenglar og rafmagnstafla hefur einnig verið endurnýjað og í árslok árið 2016 var baðherbergið tekið í gegn. Gluggar voru endurnýjaðir 2012 og skipt út gleri og opnanlegum fögum í eldhúsi. Húsið var einnig sprunguviðgert og málað árið 2019.
- Stór sameiginlegur garður er bak við húsið.
- Sameiginlegt bílaplan neðan við hús hefur verið endurnýjað.
- Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og skipulagi hennar breytt.
- Möguleiki á að bæta fjórða herberginu við.
Allar nánari upplýsingar veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is

- Brunabótamat46.050.000 kr.
- Fasteignamat64.750.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð16. mar. 2023
- Flettingar1185
- Skoðendur924
- 118,7 m²
- Byggt 1968
- 5 herbergi
- 1 baðherbergi
- 3 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Suðursvalir
- Útsýni
- Garður
- Þvottahús

Jóhann Friðgeir Valdimarsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Höfði fasteignasala
Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
johann@hofdi.is
896-3038





























