Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hallgrímur Óskarsson























Þúfulækur 13, 800 Selfoss 72.800.000 kr.
115,5 m², parhús, 3 herbergi
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Þúfulækur 13, Selfossi. Í einkasölu.Um er að ræða mjög snyrtilegt 90,5 fm. parhús ásamt 25,0 fm. bílgeymslu., samtals 115,5 fm. Húsið er byggt úr timbri árið 2019 og er klætt að utan með litaðri báru og bandsöguðu timbri í bland. Litað járn er einnig á þaki. Þakið er valmaþak. Að innan er íbúðin tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi, hol og forstofa. Harðparket er á öllum gólfum nema forstofu, baði og þvottaherbergi en þar eru flísar. Svört og hvít innrétting með eyju og góðum tækjum er í eldhúsinu. Á baðinu er dökkbrún innrétting, baðker og upphengt wc. Tveir veggir á baði eru flísalagðir. Þvottaherbergið er innaf baðinu og er rennihurð þar á milli en þar er hvít innrétting, walk in sturta og handklæðaofn. Útgengt er á sólpall við sunnanvert húsið úr stofu. Innangengt er í bílskúrinn úr holinu. Stór skápur er í holinu. Fataskápar eru í báðum herbergjunum. Innfelld lýsing er í öllum rýmum. Sólpallur er á baklóð. Baklóðin er að öðru leyti þökulögð. Möl er í innkeyrslu og til hliðar við húsið. Bílskúrinn er með álflekahurð. Skúrinn er fullmálaður og klæddur.
Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is

- Brunabótamat57.060.000 kr.
- Fasteignamat62.450.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð11. jan. 2023
- Flettingar1158
- Skoðendur1015
- 115,5 m²
- Byggt 2019
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Bílskúr
- Þvottahús





















