














Spóavegur 14 , 816 Ölfus 69.000.000 kr.
180,5 m², einbýlishús, 5 herbergi
Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir í einkasölu: Spóavegur 14, Ölfusi. Einstaklega skemmtilega hannað 180,5m2 einbýlishús sem stendur á skógi vöxnu 8000m2 eignarlandi í sannkallaðri sveitasælu, rétt fyrir utan Selfoss og í ca 40mín akstursfjarlægð frá Reykjavík ! Hellulögð verönd er við húsið og heitur pottur!
Húsið skiptist í tvær álmur og stóra stofu sem liggur eftir allri miðju þess !
* Húsið þarfnast verulegs viðhalds - nánari upplýsingar fást á söluyfirliti um fasteignina *
* Hægt er að bóka skoðun og fá allar nánari upplýsingar á fastsud@gmail.com og í síma 483 3424 **
Stofan er mjög stór og er með arin ! Stórir gluggar sem ná frá lofti niður í gólf eru í stofunni sem gefur húsinu einstakt yfirbragð og hleypir fallegri birtu inn.
Utangengt er úr stofunni á hellulagða verönd.
Stórt þakskyggni nær yfir veröndina.
Úr stofunni er innangengt í eldhús með beyki innréttingu.
Álmurnar tvær skiptast svo:
Álma 1:
Stór, flísalögð forstofa.
Salerni með innréttingu undir vask og sturtu.
1 svefnherbergi.
Sjónvarpsstofu. Á einfaldan hátt er hægt að setja upp vegg og útbúa svefnherbergi þar sem sjónvarpsstofan er.
Þvottahús þaðan sem er utangengt.
Álma 2:
2 rúmgóð svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi með góðri innréttingu og baðkari. Flísar eru á gólfi.
Utangengt er úr báðum herbergjunum á hellulagða verönd og í heitan pott.
Landið er einstaklega fallegt og uppgróið. Heitur pottur er við húsið. Bílaplan er með rauðamöl.
Sér hola fyrir kaldavatn er við húsið.
Heimild er að til bæta við byggingarmagni á landinu vegna stærðar þess, sem veitir heilmikla möguleika !
4000m2 eignarland er samhliða þessu landi (Spóavegur 12a) og er möguleiki að kaupa það líka, ef áhugi er fyrir hendi !
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !

- Brunabótamat75.850.000 kr.
- Fasteignamat60.150.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð27. jan. 2023
- Flettingar1620
- Skoðendur1273
- 180,5 m²
- Byggt 1987
- 5 herbergi
- 2 baðherbergi
- 3 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Verönd
- Laus strax
- Garður
- Þvottahús

Guðbjörg Heimisdóttir Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasala Suðurlands
Unubakki 3b, 815 Þorlákshöfn
fastsud@gmail.com
483-3424













