



Nónsmári 13, 201 Kópavogur 92.000.000 kr.
111,9 m², fjölbýlishús, 3 herbergi
Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir
Kjöreign ehf., fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir í einkasölu 111,9 fm , 3ja herbergja íbúð merkt 109 á jarðhæð með 36,5 fm verönd í nýju fjölbýlishúsi við Nónsmára 13 í Kópavogi.Lýsing:
Komið er inn í anddyri með fataskáp. Stofa og eldhús eru samliggjandi með útgang á verönd sem snúa til suðurs. Í eldhúsi fylgir uppþvottavél og ísskápur frá AEG. Í stofu er útbyggður gluggi með setbekk. Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp. Gott svefnherbergi með fataskáp. Flísalagt baðherbergi er með innréttingu og sturtu, inn af baðherbergi er sér þvottahús íbúðarinnar. Sér geymsla í sameign í kjallara 10,4 fm. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er einnig í kjallara. Allar innréttingar eru frá HTH og tæki í eldhúsi eru frá AEG. Íbúðirnar afhendast án gólfefna nema á votrýmum sem verða flísalögð.
Áhugasömum kaupendum er bent á að kynna sér vel skilalýsingu seljanda.
Fjölbýlishúsið Nónsmári 9-15 er fjögur stigahús með samtals íbúðum og er lyfta í hverju stigahúsi á milli allra hæða. Í húsinu er 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir af ýmsum stærðum. Íbúðum á jarðhæð og 1. hæð fylgir stór sér afnotaréttur þar sem verður afgirt verönd. Gott útsýni er frá flestum íbúðum. Allur frágangur er vandaður og verður húsið einangrað að utan og klætt með álklæðningu. Veggir milli íbúða eru með aukinni þykkt til að ná fram aukinni hljóðeinangrun. Sameign er rúmgóð og björt. Afhending fyrstu íbúðanna er áætluð mars-maí 2022 . Byggingaraðili er Nónhæð ehf. (K. S. Verktakar).
Allar upplýsingar um byggingaraðila, sölugögn og verð, stærðir,teikningar og frágang íbúðanna eru hjá sölumönnum Kjöreignar og á upplýsingavef Nónhæðar; www.nonhaed.is.
Sölumenn Kjöreignar, sími 533-4040 eða kjoreign@kjoreign.is
Dan Wiium lögmaður og lögg. fasteignasali, gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða asta@kjoreign.is
Davíð Karl Wiium lögfræðingur og lögg. fasteignasali gsm. 847-3147 eða david@kjoreign.is
Má bjóða þér frítt verðmat á þína fasteign án skuldbindingar?
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat6.120.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð 3. mar. 2023
- Flettingar300
- Skoðendur199
- 111,9 m²
- 3 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Verönd
- Lyfta
- Þvottahús

Ásta María Benónýsdóttir Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Kjöreign fasteignasala
Ármúla 21, 108 Reykjavík
asta@kjoreign.is
897-8061

