Lýsing
Nýlegt harðparket er á gólfum en komið er inn í forstofu með fatahengi. Tvö svefnherbergi annað með kojum og hitt rúmar tvíbreitt rúm. Eldhús og stofa í opnu björtu rými þaðan sem er útgengt á pall. Baðherbergi er með sturtuklefa, skápainnréttingu undur handlaug og flísalagt gólf. Svefnloft er til viðbótar við uppgefna fermetra og þar gætu 4-6 manns gist en þar er opnanlegt fag.
Inntaksgeymsla er til hliðar við aðalinngan bústaðar og einnig er ca. 9 fm verkfærageymsla þar sem mætti t.d. koma fyrir þvottavél.
Lóðarleiga er rúmlega 100 þús á ári og kostnaður vegna hitaveitu ca. 10 þús á mánuði. Lóðarleigusamningur gildir í 50 ár frá 2013.
Staðsetning hússins er góð, stutt á marga þekktar perlur suðurlands ásamt golfvöllum Kiðjabergs, Öndverðarness og Flúða.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn löggiltur fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is