Lýsing
Húsið er á þremur pöllum, með aukinni lofthæð, stórum sólskála með arni og miklu útsýni, fjórar stofur, fimm til sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasalerni, þrjár sturtur og sauna klefi. Bílskúr (23,5 fm) með rafdrifnum hurðaropnara og gönguhurð. Hellulagt tveggja bíla bílaplan með snjóbræðslu. Hleðslustöð á lóð.
Hluti húss (rúmir 50 fm) er nú nýttur sem björt og rúmgóð 2ja herbergja aukaíbúð með sérinngangi og er hún í útleigu. Auðvelt er að opna aftur á milli aukaíbúðar og húss. Skipting eignar skv. Þjóðskrá Íslands: Íbúðarrými 341,3 fm og bílskúr 23,5 fm
*** Parket nýlega pússað og lakkað. Húsið málið að innan. Eldhúsinnrétting sprautulökkuð hvít og nýjar höldur. Innihurðir og dyrakarmar lakkaðar og nýjir hurðarhúnar - allt gert 2022. ***
Aðalhæð:
Forstofa flísalögð með stórum og rúmgóðum fataskápum.
Auka forstofa er vestanmegin, gengið inn af timburverönd, tveir inngangar, flísar á gólfi.
Forstofuherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum.
Gestasalerni er flísalagt og með innréttingu.
Eldhúsið er með stórri sprautulakkaðri innréttingu með steini á borðum og flísum á gólfi. Nýlegt spanhelluborð. Tengt fyrir uppþvottavél. Barborð er einnig í eldhúsi.
Borðstofa og stofa eru í sama rými og eldhús en með parketi á gólfi og mikilli lofthæð með hljóðdempandi plötum í lofti. Útgengt er á skjólsæla timburverönd sem snýr í suðvestur/vestur.
Efri pallur:
Parketlagt hol sem nýtist sem sjónvarpsstofa í dag.
Herbergi með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum. Útsýni til norðurs.
Hjónaherbergi er ,,en-suite“, rúmgott með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum. Fallegt útsýni til norðurs. Fataherbergi er inn af hjónaherbergi ásamt rúmgóðu baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, með sturtuklefa, baðkari og stórri innréttingu.
Arinstofa/sólskáli (15 fm) með flísum á gólfi, stórum gluggum og arni. Sjávarútsýni til vesturs og norðurs. Mjög skemmtileg setustofa sem býður upp á einstaka stemningu í bland við stórbrotið útsýni.
Neðri pallur/jarðhæð:
Herbergi er rúmgott með parketi á gólfi og tveimur stórum gluggum.
Þvottahús er stórt, með mjög góðri loftræstingu, nýlegri sturtu og skápum. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Tengi fyrir vask. Stórt geymslurými með skertri lofthæð er inn af þvottahúsi.
Saunaklefi er á hæðinni.
Aukaíbúð (sérinngangur):
Forstofa með innbyggðum fataskáp, flísar á gólfi.
Stofa og eldhús í björtu og opnu rými með nýlegri hvítri innréttingu, parket á gólfi.
Svefnherbergi er bæði bjart og rúmgott, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og innréttingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérstæði fylgir íbúðinni.
Þinglýstur leigusamningur í gildi (með 3ja mánaða uppsagnarfresti) kr. 245.000.-
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
--------------------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat