Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Aðalheiður Karlsdóttir
Upplýsingar
svg
84 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEG EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ*- * ÞAKVERÖND OG SÉRGARÐUR*

Glæsileg einbýlishús á einni hæð á góðum stað á hinu vinsæla Villamartin svæði. Einkasundlaug, þakverönd  og frábær útiaðstaða. Möguleiki á kjallara. Stutt í  verslanir og veitingastaði.  ca. 40 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 10 mín akstur á fallega strönd og 5-10 mín. akstursleið í La Zenia Boulevard, vinsælu verslunarmiðstöðina.  Gróið og fallegt umhverfi, frábært útsýni. Einstakt tækifæri til að eignast góða eign á fínu verði í frábæru umhverfi. Ótal góðir golfvellir í næsta nágrenni.

Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.

Nánari lýsing:

Um er að ræða vel skipulögð hús á einni hæð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Stofa og borðstofa í opnu rými, vel tengt eldhúsi.  Útgengi er út á góða verönd frá stofu og frá borðstofu. Mögulegt að hafa kjallara undir húsinu.Þar væri hægt að vera með stórt tómstundarrými, 1-3 svefnherbergi til viðbótar, eða góða vinnuaðstöðu.
Frá garði er gengið upp á stórar þaksvalir með frábæru útsýni yfir gróið og fallegt umhverfi og saltvötnin í Torrevieja.

Bílastæði við húsið.
Falleg hvít  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í  stuttu akstursfæri og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.

Alicante flugvöllur er í ca. 40-45 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glæsilegt nýtt einbýlishús á frábærum stað í sólinni, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.

Verð frá: 330.000 Evrur + kostn. (ISK 46.200.000 gengi 1Evra/140ISK)
Hægt er að fá húsin afhent fullbúin rafmagnstækjum og húsgögnum gegn aukagjaldi.


AÐEINS NOKKUR HÚS EFTIR.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að ISK 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að ISK 120.000.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: http://www.spanareignir.is
Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp ca. 13%.

Eiginleikar: ný eign, sér garður, einkasundlaug, útsýni, air con, bílastæði, þakverönd, sér garður, kjallari,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin,

img
Aðalheiður Karlsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Spánareignir
Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.
img

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.