Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Vista
einbýlishús

Norðurgata 21

801 Selfoss

61.900.000 kr.

1.040.336 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2340900

Fasteignamat

46.300.000 kr.

Brunabótamat

34.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1894
svg
59,5 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali 862 1996 og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu Norðurgata 21, Tjarnabyggð, Sveitarélaginu Árborg.  
Húsið er 59,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum byggt úr timbri árið 1894.  Árið 2023 var húsið flutt á Norðurgötu 21.  Efri hæðin er  með risi undir Mansardþaki.  Að utan er húsið klætt með bárujárni bæði veggir og þak.  Lóðin er 10.291 fm. eignarlóð í Tjarnabyggð.  Við húsið er ca. 80 fm timburverönd með handriði og skjólveggjum í kringum heitann pott.   Yfirbyggt grillskýli er á veröndinni. 

Nánari lýsing.
Forstofa.  Flísalögð.  Blöndurtæki fyrir heitan pott í lagnaskáp í forstofu.
Eldhús og stofa opið í eitt.  Nýleg svört viðarinnrétting. Spanhelluborð.  Innfelld uppþvottavél og ísskápur.  Gólfborð á gólfum.  Dúklagður timburstigi milli hæða.  Skápur undir stiga.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf þar er innrétting og tengi fyrir þvottavél.  Walk in sturta með sturtugleri og sturtubotni úr náttúrusteini. Flísar frá Parka og hreinlætistæki frá Tengi.

Gluggar voru endurnýjaðir 2012.  Húsið stendur á steyptum þverbitum. Gólfbitar og einangrun í gólfi hefur verið endurnýjað. Húsið er upphitað með hitaveitu.  Búið að endurnýja vatnslagnir og miðstöðvarlagnir.   Varmaskiptir á neysluvatni.
Timburruslatunnuskýli.Búið að jarðvegsskipta um 400 fm púða í kringum húsið. Rotþró frágengin. 

Fasteignamat 2026 verður kr 51.450.000

Húsið stóð áður á Laugarvegi 37B, Reykjavík.   

Búgarðalóð –10.291 fm eignarlóð í Tjarnabyggð í Árborg, milli Selfoss og Eyrarbakka. Lóðin er í um 40 mínutna akstri frá Reykjavík og í um 4 km fjarlægð frá Selfossi.Tjarnabyggð er skemmtilegur kostur fyrir fólk sem vill búa í sveitinni og nýta sér alla þjónustu sem þéttbýlið hefur upp á að bjóða. Árborg og viðkomandi veitur sjá um allan rekstur svæðisins eins og snjómokstur, sorphirðu, skólaakstur, tæmingu rotþróa, heitt og kalt vatn. 

Nánar um Tjarnabyggð:
Heimilt er að byggja allt að 1.500 fm húsnæði á jörðinni og þar af íbúðarhúsnæði allt að 1.000 fm. Samtals byggingarmagn útihúsa og íbúðarhúss skal þó ekki vera stærra en 1.500 fm samtals.
Svæðið er skipt upp í klasa og eru 5-6 lóðir í hverjum klasa. Á milli klasa eru reið- og göngustígar.
Á svæðinu er heimiluð ýmis atvinnustarfsemi tengd landbúnaði í samræmi við aðalskipulag Árborgar.
    
Nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s. 862 1996  steindor@husfasteign.is  

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"       
                                                                                                          
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, breytilegt. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

img
Steindór Guðmundsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
HÚS fasteignasala
Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
img

Steindór Guðmundsson

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum

Steindór Guðmundsson

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum