Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Halla Unnur Helgadóttir
Elín Urður Hrafnberg
Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse
Herdís Valb. Hölludóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
Ellert Bragi Sigurþórsson
Vista
lóð

Suðurleið 3

801 Selfoss

20.000.000 kr.

990 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2341014

Fasteignamat

13.650.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
20205 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Gimli fasteignasala kynnir í einkasöluStóra eignarlóð eða (20.205 fm), eða um 2,0 ha í Tjarnabyggð.
Um er að ræða jaðarlóð þar sem má byggja allt að 1500 fm.
Rafmagn og allar heimtaugar auk ljósleiðara eru komin að lóðarmörkum. Skólarúta gengur milli svæðisins og Selfoss.
Búið er að girða lóðina að hluta, auðvel að nálgast tímabundna heimtaug fyrir kalda vatnið sem er komið á lóðina við hliðiná. Einnig er búið að gróðursetja tré nánast allan úthringinn og grafa skurð. Kominn er vegstubbur á lóðina.
Hægt er að bjóða í Suðurleið 3 og 1 saman.
Tjarnabyggð er frábær kostur fyrir fólk sem vill búa í sveit en fá alla þá þjónustu sem þéttbýlið hefur upp á að bjóða. 

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 690-2602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til elin@gimli.is

Nánari lýsing um svæðið:
Tjarnabyggð er heilsárs búgarðabyggð í 4km fjarlægð frá Selfossi og ca 45 mínútna akstri frá Reykjavík. Lóðirnar eru á 600ha landsvæði, þær eru 4-6 saman í klasa. Á milli klasa liggja breiðar göngu- og reiðleiðir til afnota fyrir lóðareigendur. Tjarnarbyggð er skemmtilegur kostur fyrir fólk sem vill búa í sveitinni og nýta sér alla þjónustu eins og þéttbýlið hefur upp á að bjóða. Byggja má íbúðarhús og útihús á lóðunum sem eru allt að 1500 fm stærð og víðtækar heimildir eru til margvíslegrar atvinnustarfsemi sem tengd er landbúnaði í samræmi við aðalskipulag Árborgar. Er þar nefnt sem dæmi ýmiskonar dýrahald og ræktun, nokkurskonar frístundabúskapur með takmörkuðum fjölda húsdýra, bænda- eða búgarðagisting. Einnig er þar nefnd útleiga gróðurreita fyrir matjurta- eða skólagarða, tamningar, reiðskólar, ýmis fræðslustarfsemi og námskeiðahald um ræktun, náttúru, gróður, meðferð og umönnun dýra. Heimili, skemma, gróðurhús. léttur iðnaður, gistiþjónusta, hesthús m.m. getur verið allt á einum stað.

Byggingar:
Heimilt er að byggja íbúðarhúsnæði allt að 1000 fm að brúttófleti auk þeirra úthúsa sem fylgja starfsemi sem fram fer á lóðinni, en skulu útihús og íbúðarhús þó aldrei vera stærri en 1500 fm samtals að brúttófleti. Árborg og viðkomandi veitur sjá um allan rekstur svæðisins t.d. snjómokstur, sorphirðu og skólaakstur. Kaupandi greiðir inntaksgöld fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn en búið er að greiða gatnagerðagjöldin.


Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone
Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone