Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
777,8 m²
svg
3 herb.
svg
2 svefnh.
svg
Bílskúr
svg
Aukaíbúð

Lýsing

Fasteignamiðstöðin er með til sölu Álftanes Borgarbyggð, 311 Borgarbyggð. Fastanúmer 211-1888, landnúmer 135906.
Álftanes er landnámsjörð en þar hafði Skalla-Grímur bú. Land Álftaness er víðáttumikið talið vera um 2400 hektarar þar af samkvæmt fasteignamati um 26,7 hektarar ræktuð tún.
Auk þess er landið gróið og að hluta votir flóar, settir klapparásum, en sandbakkar og fitjar við ströndina. Útfiri er mikið og langar breiðar skeljasandsfjörur með fjölda skerja úti fyrir. Þeirra þekktast er Þormóðssker, en þar er viti. Álftanes var og getur verið mikil hlunnindajörð, og þaðan var stundað útræði. Jörðin á land vestur að Straumfirði, en við mynni Straumfjarðar er Kóranes. Á síðustu árum 19 aldar var þar starfrækt verslun með fastri búsetu. Álftanesland liggur að landi Miðhúsa og Kvíslhöfða í austri. Að norðan mætir það landi Smiðjuhólsveggja og Sveinsstaða, en að vestan er land Straumfjarðar. Húsakostur sem er all góður er gott íbúðarhús og hesthús og vélageymsla. Einnig fjárhús og hlöður. Bæjarhúsin nema fjárhúsið og hlöðurnar standa  vestan undan allháum klettahól sem nefnist Virki, nokkurn spöl frá sjónum. Fjárhúsin og hlöðurnar standa nokkuð fjarri nær túnunum. Einng er lítið gamalt sumarhús sem fylgir með í sölu þessari. Kirkja hefur verið á Álftanesi um aldir, hún stóð áður í kirkjugarðinum sunnan við Virkið, en ný kirkja var byggð norðan við bæinn 1904.
Álftanes er lögbýli og þar er búseta. Kalt vatn frá samveitu og ljósleiðari. Hér er um að ræða óvenju áhugaverða jörð í fögru umhverfi. Staðsetning og umhverfi gefur marga nýtingarmöguleika. Tilboð óskast.
Bókaðu skoðun þegar þér hentar.

Hér kemur til gamans smá brot úr Egils sögu sem tengist Álfsnesi.
Hér er frásögnin í 31. kafla Egils sögu. Yngvar var sem sagt móðurafi Egils og hafði Skalla-Grímur gefið honum Álftanes: Það vor fór Yngvar til Borgar, og var það að erindum, að hann bauð Skalla-Grími til boðs út þangað til sín og nefndi til þeirrar ferðar Beru, dóttur sína, og Þórólf, son hennar, og þá menn aðra, er þau Skalla-Grímur vildu að færu; Skalla- Grímur hét för sinni. Fór Yngvar þá heim og bjó til veislunnar og lét þá öl heita. En er að þeirri stefnu kemur, er Skalla-Grímur skyldi til boðsins fara og þau Bera, þá bjóst Þórólfur til ferðar með þeim og húskarlar, svo að þau voru fimmtán saman. Egill ræddi um við föður sinn, að hann vildi fara; "á eg þar slíkt kynni sem Þórólfur," segir hann. "Ekki skaltu fara," segir Skalla-Grímur, "því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn. "Steig þá Skalla-Grímur á hest sinn og reið í brott, en Egill undi illa við sinn hlut. Hann gekk úr garði og hitti eykhest einn, er Skalla-Grímur átti, fór á bak og reið eftir þeim Skalla-Grími; honum varð ógreiðfært um mýrarnar, því að hann kunni enga leið, en hann sá þó mjög oft reið þeirra Skalla-Gríms, þá er eigi bar fyrir holt eða skóga. Er það að segja frá hans ferð, að síð um kveldið kom hann á Álftanes, þá er menn sátu þar að drykkju; gekk hann inn í stofu. En er Yngvar sá Egil, þá tók hann við honum feginsamlega og spurði, hví hann hefði svo síð komið. Egill sagði, hvað þeir Skalla-Grímur höfðu við mælst. Yngvar setti Egil hjá sér. Sátu þeir gagnvert þeim Skalla-Grími og Þórólfi.
Álftanes Örnefnasafn

Tilvísunarnúmer: 10-2659

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar, Hlíðarsmára 17 201 Kópavogi - sími: 550 3000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 - tölvupóstfang magnus@fasteignamidstodin.is
Guðrún Olsen síma 550 3000 - tölvupóstfang gudrun@fasteignamidstodin.is            
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 - tölvupóstfang maria@fasteignamidstodin.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur