Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
svg

1384

svg

1258  Skoðendur

svg

Skráð  28. sep. 2023

einbýlishús

Calle Paris - La Marina 125

953 Spánn - Costa Blanca

43.400.000 kr.

219.192 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F9999123

Fasteignamat

0 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
198 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Lyfta

Lýsing

CROISETTE.HOME kynnir til sölu fallegt 198 fm einbýlishús á tveimur hæðum með lyftu í La Marina sem er í 30 mínútna aksturs fjarlægð frá Alicante flugvellinum. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, skrifstofa, og stórt fataherbergi. 2019 var allt tekið í gegn að innan þar á meðal allar vatnslagnir, rafmagn og klóak og lyftuni á milli hæða komið fyrir.

Húsið að utan og garðurinn hafa verið í góðu viðhaldi. Lóðarstærð er 108 fm.  Húsið er í göngufæri frá verslunum, veitingarstöðum og börum. Stutt til Torrevieja, Alicanta og aðeins um 35 mínútna akstur til La Zenia Boulivard verslunarmiðstöðvar. Næsti gólfvöllur La Marquesa er í 17 mínútna akstursfjarlægð, Guadimar ströndin í innan við 8 mínútna fjarlægð og örstutt í dýragarðinn í Elche.   Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is og Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is.  



Nánari lýsing: 
Aðal Hæð
Garður:
Stór og fallegur flísalagður garður. Nýleg hlaðin girðing með blóma beði. Tvöfalt hlið. Bílskýli.
Verönd: Gengið er upp 6 tröppur upp á yfirbyggða verönd með markísu. Geymsla undir veröndinni.
Borðstofa: Gengið er inn frá útidyrahurð í rúmgóða fallega borðstofu, samliggjandi með stofu og eldhúsi. Parket flísar á gólfi.
Eldhús:  Rúmgott eldhús, með fallegri ljósri innréttingu. Parket flísar á gólfi.
Stofa: Björt og opin stofa. Út gengt á stóra verönd sem er yfirbyggð að hluta. Lyfta niður á neðri hæð. Parketflísar á gólfi. Frábært útsýni.
Herbergi/Skrifstofa: Gott herbergi sem er tilvalið fyrir skrifstofu.
Gesta salerni: Fallegt baðherbergi. Upp hengt klósett. Flísar á gólfi og hluta til á veggjum.

Loftkæling er á efri hæð

Neðri Hæð
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðri loft viftu. Glæsilegur og rúmgott walk-in fataherbergi með loftviftu (væri hægt að breyta í auka herbergi). Parketflísar á gólfi.
Barnaherbergi 1: Bjart og rúmgott herbergi. Parketflísar á gólfi.
Barnaherbergi 2: Bjart og rúmgott herbergi. Parketflísar á gólfi.
Baðherbergi: Glæsilegt baðherbergi með "walk in" sturtu og upp hengdu klósetti. Góðu skápaplássi. Flísar á gólfi og veggjum.
Sjónvarpshol: Gengið er niður tröppur í sjónvarpshol, þar af gengið í þvottahús/geymslu. Loftvifta. Parketflísar á gólfi.
Þvottahús/Geymsla: Mjög rúmgott þvottahús með stórri samliggjandi geymslu. Gengið út á verönd með þvotta snúru. Flísar á gólfi.
Bakgarður: Hlaðið útigrill og vinnustöð. Flísalögð útisturta. Flísalagður.


Virkilega vel staðsett fjölskyldueign á vinsælum stað í La Marina Urbanizacion.

Nánari upplýsingar veita: 
Karl Lúðvíksson Lfs í S: 663-6700 eða kalli@croisette.is 
Eva Margrét Ásmundsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala í S: 822-8196 eða eva@croisette.is.  


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

 

Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík