Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Benedikt Ólafsson
Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson
Eggert Maríuson
svg
Byggt 1978
svg
206,9 m²
svg
6 herb.
svg
3 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

OPIÐ HÚS - FELLUR NIÐUR ÞVÍ KOMIÐ ER SAMÞYKKT KAUPTILBOÐ Í EIGNINA.

STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR:
Um er að ræða bjart og mikið endurnýjað 206,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innangengt í bílskúr og möguleika á aukaíbúð. Húsið var teiknað af Gunnari Hanssyni þar sem lögð var áhersla á úti-aðstöðu, birtu og tengingu við náttúruna. Rúmgóður glæsilegur suðurpallur byggður 2021 með heitum potti sem er snjallstýrður, útisturta sem hægt er að nota allan ársins hring ásamt góðum geymsluskúr. Gróin garður með matjurtargarði. Járn og pappi á þaki var nýlega endurnýjað ásamt því að húsið var múrviðgert og málað að utan sumar 2022. Baðherbergi og eldhús eru ný tekin í gegn með innréttingum frá HTH. Öll tækin í eldhúsinu eru frá AEG. 

Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@faststofn.is

Íbúð á hæð er 153 fm (merkt 01-0101), íbúðarherbergi í kjallara er 25,8 fm (merkt 01-0001) og bílskúr er 28,1 fm (merkt 01-0002) samtals er eignin 206,9 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Forstofa er með floti á gólfi og skápum. Þaðan er innangengt í lítið geymslurými ásamt því að ganga inn í bílskúr. Inn af geymslugangi er hægt að ganga inn í rými þar sem hægt er að útbúa litla íbúð.
Baðherbergi 
Stofa er með flotuðu gólfi og aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum.
Eldhús er með flotuðu gólfi og mynda eldhús og stofa skemmtilegt alrými, hægt er að ganga út á rúmgóðan suðurpall. Innréttingin er hvít ásamt hvítri eyju og viðarborðplötum, hljóðeinangrandi viður fyrir ofan innréttingu við vegg og kringum bakaraofn.
Seljandi lét steypa nýjan stiga á efri hæð hússins að svefnálmu hússins. Þar er rúmgóður og snyrtilegur flotaður gangur með töluverðu skápaplássi.
Svefnherbergin eru fjögur í húsinu, þrjú á efri hæð hússins og eitt á neðri hæð. Gert var eitt stórt herbergi úr tveimur minni herbergjum og væri hægt að breyta tilbaka. Aðalsvefnherbergi er með teppi á gólfi, góðu skápaplássi og útgengt á suðursvalir. Önnur herbergi eru með beran steinin sem hefur verið málaður nema í kjallara þar er flot á gólfi.
Baðherbergin eru þrjú og er aðalbaðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja, opin sturta, upphengt wc og innrétting undir vask, gluggi og opnanlegt fag.
Þvottahús er inn af eldhúsi og er með 
Geymsla er í bílskúr og svo er rúmgóður skúr í garði.
Bílskúr er með stein á gólfi og góðum hillum.

img
Eggert Maríuson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
STOFN Fasteignasala ehf.
Lyngási 11, 210 Garðabæ
STOFN Fasteignasala ehf.

STOFN Fasteignasala ehf.

Lyngási 11, 210 Garðabæ
img

Eggert Maríuson

Lyngási 11, 210 Garðabæ
STOFN Fasteignasala ehf.

STOFN Fasteignasala ehf.

Lyngási 11, 210 Garðabæ

Eggert Maríuson

Lyngási 11, 210 Garðabæ