Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2009
181,2 m²
6 herb.
Lýsing
Fasteignamiðstöðin er með til sölu glæsilegt vandað heilsárs /sumarhús og gestahús samtals 182 fm (byggt 2009) á þessum ægifagra stað í Blágaskógabyggð um það bil tveimur kílómetrum frá Geysi. Húsið stendur við Tungufljótið á eignarlandi úr landi Brúar. Hinumegin við Tungufljótið er síðan Haukadalsskógurinn. Stórkostlegt útsýni og mikil náttúrufegurð.
Húsinu Vað 3 fylgir 1,4 hektara eignarland (13.956.5 m2) og að auki þrjár aðrar eignarlóðir við hliðina, þ.e. Vað 1. 0,53 hektari. (5.281.2 m2) Vað 2. 0.53 hektari (5.281.3 m2) og Vað 4. 0.53 hektari. (5.281.3 m2) Samtals eignarland er um 3 hektarar. Öll löndin eru á sérfastanúmerum og því auðvelt að byggja fleiri sumarhús á landareigninni ef það hentar.
Að leyti einstök staðsetning. Aðkoma að húsinu er glæsileg, næg bílastæði og hellulagðir gangstigar með gróðri allt í kring. Pallar eru síðan í kringum húsið að mestu, (yfirbyggðir að hluta) en pallar eru úr Síberíu lerki.
Húsið er einstaklega vandað og vel staðsett í landinu, en húsið er byggt úr timbri og klætt með Síberíu lerki að utan sem og lituðu bárujarni (gestahús), húsið er einangrað að innan og klætt með gipsi að innan. Gólfsíðir gluggar prýða húsið til suðurs og vesturs en þaðan er stórfenglegt útsýni. Gluggar úr ál/tré.
Húsið skiptist m.a. þannig: Íbúðarhús sem telur rúmgóða forstofu, þvottahús / geymsla gestansyrtingu, hol, glæsileg stofa og borðstofa og er eldhúsið opið inn í stofu rýmið. Þaðan er útgengt á pallinn á tveimur stöðum. Vönduð kamína og varmadæla í stofu.
Frá holi/gangi er rúmgott herbergi og síðan öðrumegin í húsinu er óvenju rúmgóð hjónasvíta með sér baðherbergi. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og gólfefni sérvalið. Víða í húsinu er hátt til lofts. Innfelld lýsing.
Gestahús: Sér aðkoma og sérinngangur, forstofa, baðherbergi með fínni sturtuaðstöðu, fallegt eldhús/stofa með innréttingu og síðan tvö rúmgóð herbergi. (3ja herbergja íbúð) útgengt á hellulagða veröndina frá eldhúsi/stofu.
Geymsla upphituð með innk.dyrum. og gönguhurð. Hentugt t.d. fyrir fjórhjól ofl.
Rafmagnshitun/Varmadæla. (Rafmagnskostnaður/hiti kr. u.þ.b. 250 þús pr. ári. ) Hiti í öllum gólfum.
Í landinu er stórt hestagerði hlaðið grjóti, þar er einnig 40 feta gámur fyrir reiðtygi ofl. Gróðurhús og geymsluskúr er í landinu. Allt þetta gefur margskonar nýtingarmöguleika.
Óvenju fallegt umhverfi en á lóðunum er fallegur trjágróður í bland við mosa og steina.
TILBOÐ ÓSKAST.
EIGN Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI.
Tilvísunarnúer 13-1763 / 30-5022
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. sep. 2009
25.110.000 kr.
20.000.000 kr.
181.2 m²
110.375 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024