Upplýsingar
180330,4 m²
0 herb.
Lýsing
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 sími 550 3000 er með til sölu jörðina Hesjuvelli fasteignanúmer F2144510 og 214-4512, landeignanúmer L146937 og landeignanúmer L219921 póstnúmer 601 Akureyri. Jörðin Hesjuvellir stendur rétt ofan við Akureyri, uppi í Hlíðarfjalli, syðst í Kræklingahlíð.
Bærinn stendur þar hæst bæja og nokkuð uppi í brekkunni, um það bil 200 metra yfir sjávarmáli, þó að bein lína til sjávar sé aðeins um 3 km. Jörðin er mjög grösug langt upp í fjallshlíðar og mikil gróska í landinu. Jörðin er nú um 10 hektarar að stærð allt innan girðingar. Þau tún sem fylgja eru gömul (sjá túnkort) en hægur vandi er að rækta þau upp. Íbúðarhúsið stendur syðst á jörðinni, rétt við bæjarlækinn. Útsýni frá íbúðarhúsinu er einstakt yfir byggð og fjörð og fjallahringurinn viður. Þar sést suður Glerárdal og Súlur tróna í suðri. Einnig sést áleiðis suður Eyjafjörð, yfir Akureyri og nágrenni og alveg norður úr fjarðarmynninu. Útihúsin standa svo rétt ofan við íbúaðarhúsið.Skjólbelti er norðan við húsin .Hesjuvellir eru rétt fyrir ofan aðal hesthúsahverfi bæjarins, þar sem reiðhöll stendur. Kalt vatn er ókeypis á Hesjuvöllum, enda eru á jörðinni vatnslindir sem nýttar eru fyrir Akureyrarbæ. Nýlega voru endurnýjaðar vatnslagnir utandyra, bæði í íbúðarhúsið og útihús. Hitaveita, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn. Staðsetning jarðarinnar er einstök og hvergi er betra að sameina kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Fjarlægðin frá miðbæ Akureyrar er aðeins um 5 km eftir vegi, en engu að síður er maður þarna úti í sveit í friðæld. Það er því hvoru tveggja hægt að stunda þarna búskap eða stunda vinnu niðrá Akureyri. Ekki er verið að selja bústofn og vélar. Kjörið fyrir t.d. hestafólk og eða aðra náttúruunnendur.
Íbúðarhúsið (Fasteignanúmer F2144512) er á tveimur hæðum og byggt í tvennu lagi. 1936 og 1976. Birt stærð er 221,5 fermetrar. Húsinu fylgir 840 fermetra lóð (Landeignanúmer L219921).
Húsið er með tveimur aðskildum íbúðum. Hvor með sér inngangi.
Gengið er upp steyptar tröppur og komið inn í flisalagða forstofu með góðum innréttingum. Til hægri er herbergi/skrifstofa með dúk á gólfi. Gengið er inn í flísalagt hol og þaðan inn á salerni.
Til vinstri er gengið inn í parketlagða stofu sem stórkostlegu útsýni yfir Akureyri og Vaðlaheiði. Innst í stofunni hefur verið innréttað herbergi með fljótandi veggjum sem auðvelt er að fjarlægja.
Til hægri úr holi er lítil borðstofa og innaf því er eldhús. Hvorutveggja parketlagt (eldhús með korkflísum). Góðir skápar eru í eldhúsi. Úr eldhúsinu er gengið inn í svefnherbergi með gluggum til norðurs og austurs. Fataskápar eru í svefnherbergi.
Gengið er úr eldhúsi niður í kjallara í gegnum bíslag. Í norðurenda kjallarans eru tvær geymslur og þvottahús. Í suðurenda er 50 fermetra íbúð. Rúmgott svefnherbergi, geymsla (sem breyta má í herbergi), rúmgott eldhús/borðstofa og baðherbergi. Gengið er inn í íbúðina að sunnan en einnig er innangengt í hana úr norðurhluta kjallarans. Kjallari er steyptur og í nýja hlutanum er steypt plata en timburgólf í gamla hlutanum. Hæðin er timburgind sem klædd er með álklæðningu. Þak er hallandi með bárujárni.
Hitaveita var lögð í húsið fyrir nokkrum árum og einnig ljósleiðari.
Fjós er áfast við íbúðarhúsið. Það er rétt um 100 fermetrar og algerlega búið að endurbyggja það. Nýjir gluggar og hurðir. Búið að steypa golf. Setja ofna með hitaveitu, heitt og kalt vatn og frárennsli. Stórir gluggar eru í norðurstafni og margir gluggar til austurs. Ein einföld og ein tvöföld hurð eru út til austurs. Fjósið er í dag eitt rými og því fjölmargir möguleikar á nýtingu. Áfast við fjósið er stór hlaða sem er upphafleg. Ofan við íbúðarhúsið er hús sem byggt var 1992 sem kálfahús og er tæpir 110 fermetrar að stærð. Því hefur verið breytt í gott Hesthús sem rúmar 12 hesta í eins hesta stíum. Tvær af þeim eru graðhesta stíur. Áföst er lítil hlaða. Við hliðina á því eru fjárhús þar sem krónni næst hesthúsinu hefur verið breytt í kaffistofu, hnakkageymslu og salerni. Heitt og kalt vatn er í því. Restin af fjárhúsinu er eitt opið rými. Áfast við það er hlaða þar sem lítið verkstæði hefur verið smíðað næst hnakkageymslunni.
Til viðbótar eru tvö önnur hús. Annarsvegar gamalt hesthús sem nýtt hefur verið sem hænsnahús og véla og verkfærageymsla sem er tvískipt og hefur helmingur hennar verið gerður upp. Útihús eru byggð í kringum 1960. Það land sem mun fylgja eru gömul tún sem eru í kringum útihúsin og gætu það verið 10-15 hektarar eftir samkomulagi.
Aðrar byggingar.
Fjós F2144510 90 fermetrar. (c.a. 5 x 18,25 m)
Innangengt er í fjósið frá íbúðarhúsinu í gegnum bíslag þar sem einnig er farið niður á neðri hæð íbúðarhússina. Úr sama bíslagi er einnig hurð út í garð austan og sunnan við íbúðarhús.
Algerlega er búið að endurbyggja fjósið á síðustu árum. Endurnýja bæði veggi og þak. Skipta um glugga og hurðir. 5 gluggar eru á austur hlið og þar eru einnig tvær útihurðir. Önnur einföld og hin tvöföld. Norður stafninn er allur gluggar. Vesturhlið er áföst Fjóshlöðunni og þar eru tvær nýjar útihurðir í sitt hvorum enda. Fjósið er klætt að innan með greni krossvið. Í það er búið að leggja heitt og kalt vatn sem og frárennsli. Einnig er búið að setja nýja ofna undir gluggana á austur hliðinni. Ekki hafa verið reistir neinir milliveggir þannig að það eru allir möguleikar opnir.
Fjóshlaða F2144510 144 fermetrar. 18x8 metrar
Fjóshlaðan er áföst fjósinu. C.a. hálfur meter uppsteyptur og ofan á það kemur timburgrind klædd bárujárni. Þak er með risi og er það einnig bárujárnsklætt. Suður veggur er að stórum hluta steyptur og einnig milliveggur mill fjóss og hlöðu. Möl er í gólfi. Á norðurstafni er stórt hurðargat og í því er nýleg iðnaðarhurð.
Hesthús F2144510 38 fermetrar. 7,30x5,20 metrar
Þetta hús er í dag nýtt sem hænsnahús. Hægt er að þrískipta því. Hurðagöt eru á austur og suðurhlið. Kalt vatn og rafmagn er í húsinu. Steypt golf og síðan timburgrind sem klædd er álklæðningu. Tveir gluggar, til vesturs og austurs.
Kálfahús F2144510 108,9 fermetrar.
Kálfahúsið er byggt 1992 og hefur verið breytt í hesthús. Haughús er undir því. 12 eins hesta stíur eru í húsinu, þar af 2 graðhesta stíur. Þar er 3ja fasa rafmagn og kalt vatn. Lítið mál er að leiða heitt vatn úr fjárhúsi. Tvær umgangshurðir eru til austurs og suðurs (í átt að fjárhúsinu þar sem kaffistofa og hnakkageymsla eru). Einnig er stór hurð til vesturs út í stórt gerði. Lítil hlaða er á húsinu með sérstakri hurð til að setja inn hey. Þangað komast 2-3 rúllur.
Fjárhús F2144510 113 fermetrar. 8,40x13,50 metrar
Sunnan við Hesthús/kálfahús eru fjárhús. Krónni sem var næst hesthúsi hefur verið breytt í kaffistofu, hnakkageymslu og salerni. Þar er rafmagn, heitt og kalt vatn. Tvöföld hurð er úr kaffistofu til austurs og umgangs hurð er úr hnakkageymslu til norðurs í átt að hesthúsi. Einnig er hurð úr hnakkgeymslu til vesturs inn í hlöðuna. Þar hefur verið byggt lítið verkstæði. Gólf í þessum nyrsta hluta fjárhússins eru steypt.
Fjárhúsin eru að öðru leyti eitt rými og möl er í gólfi.
Hlaða F2144510 81 fermeter. 6x13,50 metrar
Áföst við fjárhúsin (vestan við) er hlaða. Hún er eitt rými fyrir utan lítið verkstæði sem hefur verið innréttað í norð/austur endanum. Hurð er þaðan inn fjárhús. Nokkuð stór hurð er á norður stafni inn í gerðið. Stærri hurð er á suður gafli og þar er léleg iðnaðar hurð. Tvæ inngöngu hurðir eru á austur vegg inn í fjárhúsin.
Véla/verkfærageymsla 44 fermetrar. 9,40x4,70 metrar
Sunnan við fjárhús er lítið hús. Það er tvískipt og er austur hlutinn uppgerður með tvöfaldri hurð. Vestur hlutinn er upphaflegur og þar er einnig lægra undir loft. Gólf eru steypt og síðan er trégrind klædd með áli. Kalt vatn og rafmagn er í húsinu.
Tilvísunarnúmer 10-2705
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.