Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Vista
fjölbýlishús

Þórunnarstræti 104 -001

600 Akureyri

28.600.000 kr.

425.595 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2151925

Fasteignamat

30.050.000 kr.

Brunabótamat

26.650.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1947
svg
67,2 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Þórunnarstræti 104 - 001

Um er að ræða þriggja herbergja kjallaraíbúð á neðri brekku á Akureyri í þríbýlishúsi með sameiginlegum inngangi á austurhlið hússins. Eigninni fylgja bílastæði og þá er mjög stutt í Sundlaug Akureyrar, miðbæinn, leik- og grunnskóla og margt fleira. 


Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, hol, stofu, eldhús og tvö svefnherbergi auk sameiginlegs þvottahúss. 

Forstofa er með dúk á gólfi og opnu fatahengi. Forstofa er sameignarrými samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu. 
Baðherbergi er inn af forstofu, þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, upphengt klósett, handklæðaofn og sturta. Rakaskemmdir eru neðst á sturtuvegg sem er léttur veggur. 
Hol er með parket á gólfi og loft er tekið niður að hluta fyrir lagnir, ekki full lofthæð.
Stofa er með parket á gólfi, gluggum til tveggja átta og er rúmgóð miðað við stærð íbúðar.
Eldhús er með parket á gólfi og innréttingu á tveimur veggjum og borðkrók innst. Svefnherbergi er þar við hlið borðkróks. Rafmagnstafla er í eldhúsi og þá er lítið gat í veggnum milli eldhús og stofu fyrir ofan eldavél sem er hægt að loka. 
Svefnherbergi eru tvö, bæði með parket á gólfi en hiti er í gólfi á herbergi við hlið eldhús. Góðir fataskápar eru í hjónaherbergi.  
Þvottahús er í kjallara við hlið forstofu og er sameign og hefur eignin afnotarétt af því. Í dag nýta aðeins tvær þeirra sér þvottaaðstöðuna.  

Annað:
**Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning**

-Húsið er steinað að utan
Samkvæmt fyrri eiganda var farið í skólp í kringum 2005, drenað fyrir 2012 og skipt um þak að sögn eiganda 2021
-Skipt hefur verið um gler
-Eirrör að hluta í ofnakerfi
-Innihurðar eru um 180 cm. á hæð 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. jan. 2012
10.150.000 kr.
10.200.000 kr.
67.2 m²
151.786 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone