Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður J. Tyrfingsson
Haraldur Björnsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1988
svg
79 m²
svg
0 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Garðatorg eignamiðlun og Haraldur Björnsson löggiltur fasteignasali s. 787-8727 og haraldur@gardatorg.is

Mikið endurnýjaður 49m2 sumarbústaður ásamt 30m2 gestahúsi á einstaklega friðsælu 5000 fm2 eignarlandi á besta stað í Grímsnesi. 
 

****Fasteignamat 2025
52.050.000 kr.****

Sumarbústaðurinn er 49m2 og skiptist í eldhús/stofu/borðstofu, 2 svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Stór pallur með heitum og köldum potti, útisturtu, auk 4fm2 óskráðri geymslu. 
Gestahúsið var byggt árið 2022 og er 30m2 sem skiptist í forstofu, salerni, 2 svefnherbergi og 4m2 geymslu með sérinngangi. 
Einstaklega fjölskylduvænn sumarbústaður sem hefur mikla tekjumöguleika en hann hefur verið í útleigu til ferðamanna undanfarin ár yfir háannatíma og skapað fínar tekjur. 


Hitaveita.  
Bústaðurinn hefur fengið mikið og gott viðhald undanfarin ár. Má þar helst nefna pallinn sem var endurnýjaður og stækkaður, heitur og kaldur pottur settur, hús málað, skipt um gler að hluta. Neysluvatnslagnir endurnýjaðar að hluta, panill endurnýjaður að hluta, rafmagn að hluta s.s. tenglar og rofar. Ný svalahurð og margt fleira. 
 
Nánari lýsing: 

Forstofa: Fatahengi og skóhilla, harðparket á gólfi. 
Eldhús: Með góðri innréttingu frá Ikea, helluborð, vaskur, ísskápur. Harðparket á gólfi. 
Borðstofa/stofa: Er í opnu rými með útgengi út á pall til suður. Harðparket á gólfi. 
Herbergi: Rúmar hjónarúm og skáp/kommóðu. 
Auka herbergi: Er í dag innréttað með koju og leikföngum. Hægt að koma fyrir stærra rúmi. Harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Með nýjum sturtuklefa, nýju salerni, handklæðaofn og nýr vaskaskápur og speglaskápur á vegg. Harðparket á gólfi. 
Geymsla: Er á sólpalli, upphituð en óeinangruð. Þvottavél og pottastýring er í þessari geymslu. 
Verönd: Ca 200m2 grasflöt með kastala og rólum fyrir börnin og niðurgröfnu trampólíni. Mikill gróður sem býr til einstakt næði og skjól fyrir austanvindi. 
Stórt og gott bílastæði, nýbúið að bera drenmöl í alla innkeyrsluna og bílaplan. 
 
Hágæða 5G internetbúnaður er til staðar í bústaðnum sem tryggir öruggt og gott netsamband. 
 
Gestahús: 
Anddyri: sem hægt er að koma fyrir skáp eða góðu fatahengi og skógeymslu. Harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Með salerni og handlaugaskáp og veggskáp með spegli. Handklæðaofn. Harðparket á gólfi. 
Herbergi: Rúmar tvíbreitt rúm og góðan skáp 
Herbergi: Með tvíbreiðu rúmi og koju. Rúmar einnig kommóðu. 
Geymsla: Utangengt í ca. 4fm2 geymslu með góðum hillum. Lagnir eru til staðar til að setja upp vask og þvottavél í þessu rými og t.d. vinnuborð. Opnanlegur gluggi. 
Annað: Gestahúsið er fullklárað en lóðarfrágangur í kringum gestahús er ókláraður ásamt því að klæða þakskegg og ganga frá þakrennum og útilýsingu. Til greina kemur að seljandi klári frágang á þakskeggi og þakrennum fyrir kaupanda. 
 
Innbú getur fylgt með í kaupunum sé þess óskað

Bústaðurinn er í um 50mín akstursfjarlægð frá Reykjavík og um 10mín frá Selfossi, á besta stað í Grímsnesinu í landi Ásgarðs. Innst í botnlanga í litlu 15 bústaða sumarbústaðarhverfi. Símahlið inn í hverfið. 
 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Haraldur Björnsson löggiltur fasteignasali í síma 7878727 eða haraldur@gardatorg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að huga að við kaup Stimpilgjald vegna þinglýsingar kaupsamnings er 0,4-1,6% af fasteignamati hins keypta auk kr. 2.700.- fyrir þinglýsingu kaupsamnings. Ef kaupandi tekur lán hjá bankastofnun / íbúðalánasjóði. Lántökugjald er 0,5-1% af höfuðstól hjá Íbúðalánasjóði en er annars breytilegt eftir lánastofnunum en ávallt greiðast kr. 2.700.- fyrir þinglýsingu á hverju skjali. Umsýslugjald fasteignasölunnar er kr. 69.900.- með vsk sem greiðist við undirritun kaupsamnings.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg 7, 210 Garðabæ
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. júl. 2018
13.750.000 kr.
10.000.000 kr.
49 m²
204.082 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg 7, 210 Garðabæ