Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
661,1 m²
svg
0 herb.
svg
Bílskúr
svg
Aukaíbúð

Lýsing

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Ás fasteignanúmer F211-6867 og landeignanúmer L137552 ásamt Laufási einbýlishúsi fasteignanúmer F2116870 og landeignanúmeri L223810 póstnúmer 371 Búðardalur í Dalabyggð.
Ás-Jörðin Ás landstærð 120 hektarar þar af um 11 ha ræktað land, og um 30 ha land undir nytjaskógrækt með samning við skógrækt ríkisins (áður Vesturlandsskóga) til 40 ára eða til ársins 2042 og er þeim samningi þinglýst sem kvöð á jörðina. Þegar hefur verið plantað um 45 þúsund plöntum. 
Landið nær frá þjóðvegi númer 60, Vestfjarðarvegi, og niður til sjávar, gott útsýni er bæði út Hvammsfjörðinn og inn í botn hans. Veiðihlunnindi í Laxá tilheyra jörðinni sem er 1/3 úr upprunalegu landi Saura samkvæmt landamerkjabréfi frá 1968.  Nærliggjandi jarðir eru Hrútsstaðir, Kambsnes og Saurar en auk þess er stutt í þéttbýlið í Búðardal eða um 4 km. Tún eru nytjuð. Rafmagn, ljósleiðari og hitaveita liggja í jörðu í gegnum landið. Fjárhús, fjós og hlaða eru gömul frá 1956, fjárhús eru notuð sem útigeymsla, hlaða sem vagnageymsla og fjós er einangrað sem geymsla. Byggingar eru steinsteyptar og klæddar með bárujárni.
Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar.

Laufás - Landstærð 0,9 hekrarar. Húsakostur skiptist í 3 hluta sem allir eru sambyggðir þ.e. einbýlishús, bílskúr og íbúð ofan á bílskúr.
Einbýlishúsið er upprunalega byggt árið 1956 og er 163,1m2 á þremur hæðum, húsið er steypt með vikureinangrun, og plastklæðningu frá 1980, en þá var einnig skipt um alla glugga. Skipt var um þakjárn 2014, nýjar vatnslagnir eru í húsinu frá 2022, en það er kynnt með hitaveituvatni. Hitaveita var lögð 2002. Vatsveita er úr borholu í landinu en borholan er frá 2004. Sólstofa var byggð 1994, ca 18m2.
Skipulag íbúðar: Anddyri, eldhús, gangur, stofa, 2 svefnherbergi á jarðhæð, 3 svefnherbergi í risi, ný uppgert baðherbergi, búr, 3 geymslur í kjallara ásamt þvottaherbergi en innangengt er úr kjallara yfir í bílskúr.
Nánari lýsing:
Anddyri með flísum á gólfi.
Gangur liggur frá anddyri að öllum rýmum á jarðhæð, dúkur á gólfi og fataskápur í enda gangsins.
Eldhús með borðkrók, dúkur á gólfi. Stór eldhúsinnrétting, flísar á milli skápa, eldavél, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ískáp í innréttingu, aðrir veggir panilklæddir. Gengið er úr eldhúsi að búri með hillum, ásamt aðgengi niður í kjallara.
Stofa með parketi á gólfi, panilklæddum veggjum, þaðan gengið út í sólstofu.
Svefnherbergi 1 á jarðhæð með dúk á gólfi, stór fataskápur
Svefnherbergi 2 á jarðhæð með dúk á gólfi
Baðherbergi með sturtu, hita í gólfi með flísum, gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu
Timburstigi af gangi upp á efri hæð
Efri hæð með þremur herbergjum (öll undir súð), tvö með parkerti á gólfi en eitt með teppi. Gangur parketlagður. Þrjár litlar hliðargeymslur eru á efri hæð.
Kjallari með steyptum tröppum, 2 geymsluherbergi, eitt smíðaherbergi með inntaki fyrir rafmagn, eitt inntaksherbergi fyrir ljósleiðara og hitaveitu, og þvottaaðstaða en þar er inntak fyrir kalt vatn. Úr þvottaaðstöðu er gengið yfir í bílskúr. Öll gólf í kjallara er málaður steinn.
Fyrir framan íbúð er fallegur garður grasi gróinn með hlaðinni stétt og timburpalli smíðuðum 2007.
Bílskúr var byggður 1971 og er 63m2 að stærð, steyptur með tveimur innkeyrsluhurðum (önnur með rafmagnsopnara) og 1 útihurð, pláss fyrir 2 bifreiðar, þriggja fasa rafmagn.
Íbúð ofan á bílskúr var byggð árið 1988 og er 71m2. Timburbygging með járnklæðningu, upphaflega nýtt sem saumastofa en er í dag þriggja herbergja íbúð. 
Skipulag íbúðar: Anddyri, eldhús, stofa, baðherbergi og 2 svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Anddyri með flísum og fataskápum, pallur fyrir utan.
Stofa og eldhús með dúk á gólfi, ný L-laga eldhúsinnrétting, stálvaskur, eldavél, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ískáp í innréttingu.
Svefnherbergi 1 með parketi á gólfi og fataskáp. 
Svefnherbergi 2 með parketi á gólfi
Baðherbergi með sturtu, flísar á gólfi, gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu.
Báðar íbúðirnar eru leigðar út annars vegar í langtímaleigu og hins vegar skammtímaleigu, lóð sem tilheyrir Laufási er 0,9 ha að stærð. Ljósleiðaratengingar eru í báðar íbúðir.

Tilvísunarnúmer 10-2683 / 30-5118

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is            
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

 

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur