Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2007
svg
230,9 m²
svg
7 herb.
svg
4 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun, Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali (s: 823-2800 / monika@landmark.is) og Júlíus Jóhannsson lögg fasteignasali s: 823-2600 / julius@landmark.is) kynna:

Glæsilegt 230,9 fm parhús á þremur hæðum, þar af er innbyggður bílskúr 25,7 fm við Hraunteig 4 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 2007, steypt hús, einangrað að utan og álklætt. Í húsinu eru fimm til sex herbergi, þrjú baðherbergi og eitt gestasalerni. Stórt og gott eldhús með borðstofu. Úr stofu er útgengi á skjólgóðar svalir og þaðan er stigi niður í fallegan og gróðursælan suðurgarð. Möguleiki að útbúa útleigueiningu í kjallara. Við frágang innanhúss fyrir c.a. 15 árum kom Rut Kára að hönnun og efnisvali á sérsmíðuðum innréttingum og snjöllum lausnum við frágang og útlit. Eign í sérflokki í Teigahverfi við Laugardalinn í Reykjavík. 

Sækja söluyfirlit strax
Vinsamlegast bókið einkaskoðun hjá Júlíusi Jóhannssyni fasteignasala með því að senda tölvupóst á julius@landmark.is  

Skipulag eignar
Jarðhæð/kjallari: Bílskúr, þrjú herbergi, baðherbergi og geymsla. Sér inngangur.
Aðalhæð: Forstofa, gestasalerni, eldhús og stofa, útgengi á svalir með tröppum niður í garð.
Önnur hæð: Hol/skrifstofa, hjónasvíta (herbergi og baðherbergi), baðherbergi og tvö herbergi.

Nánari lýsing
Innréttingar og hurðir eru sérsmíðaðar með þverliggjandi hnotu við. Vandaðar flísar eru á gólfum í aðalrými, eldhúsi, stofu, forstofu og baðherbergjum. Hnotu planka parket er á gólfum í herbergjum og holi efri hæðar. Borðplötur í eldhúsi og baðinnréttingum eru úr ljósum Kvarts stein. Sérsmíðaður arinn er í stofu með syllu undir úr íslensku grágrýti. Kókosteppi á stigum.

Aðalhæð
Forstofa er með fataskáp. 
Gestasalerni er flísalagt með salerni og baðinnréttingu.
Eldhús er bjart og mjög rúmgott með vandaðri innréttingu með mjög góðu geymslurými, bakarofni í vinnuhæð, innbyggðum ísskáp, innbyggðum frystiskáp, innbyggðri uppþvottavél og góðum tækjaskáp og búrskáp. Stór eyja með gaseldavél og skúffum beggja megin. Rúmgóð borðstofa í eldhúsi.
Stofa er björt og rúmgóð með sérsmíðuðum arni og stein syllu undir úr íslensku grágrýti. Í stofu eru sérsmíðaðar áfastar hillur og sjónvarpsskápur með góðum hirslum. Úr stofu er útgengi á skjólgóðar svalir í suður og þaðan er gengið niður í gróðursælan garð. Einstaklega fallegur Hlynur er fyrir miðjum garði ásamt öðrum fallegum gróðri og steinhleðslum.

Önnur hæð
Komið er inn í hol með áföstum bókahillum, rýmið hentar vel skrifstofuaðstaða, bjart rými með einstaklega fallegum hringlaga þakglugga.
Hjónaherbergi er með góðum fatskápum, áfastri kommóðu og fyrir innan er baðherbergi, flísalagt með innréttingu, kvarts stein á borði, stórum spegli með innbyggðri lýsingu, sérsmíðuðum hillum og skáp, upphengdu salerni og sturtu.
Tvö herbergi eru á efri hæð, bæði rúmgóð, annað með skápum úr hnotu.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegu baðkari, baðinnréttingu, handklæðaofni, fyrir innan er þvottaherbergi með þvottahúsinnréttingu. 

Kjallari
Þrjú rúmgóð herbergi (skráð sem geymsla, tómstundaherbergi og vinnuherbergi), rýmið sem skráð er geymsla er með litlum glugga svo rýmið gæti nýst annað hvort sem tómstundaherbergi, geymsla eða svefnherbergi. 
Baðherbergi er undir stiga með upphengdu salerni, innréttingu og sturtu.
Bílskúr hefur verið minnkaður og er tvískiptur í dag með vegg og er með rafdrifinni bílskúrshurð. 
Möguleiki er á því að breyta kjallara í útleigueiningu en gera þyrfti þá ráðstafanir ef koma ætti fyrir eldunar og þvottaaðstöðu (lagnir eru til staðar). 
Lokaúttekt hússins er í samræmi við núverandi skipulag á kjallara. 

Forhitari er á heita vatninu. Gólfhiti í flestum rýmum með sér stýringu. Snjóbræðsla er í innkeyrslu sem er hellulögð með tveimur bílastæðum. Innbyggt ryksugukerfi. 

Um er að ræða fasteign í algjörum sérflokki staðsett í Teigahverfi við Laugardalinn í Reykjavík. Öll helsta þjónusta er í nágrenninu, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, heilsurækt, útivistasvæði, bæði í Laugardalnum og niður við sjávarsíðuna. Þá tekur um 15 mínútur að ganga niður á Hlemm og um 30 mínútur að ganga niður í Miðbæ Reykjavíkur. 

Birtar stærðir: Íbúð merkt 020101, 205,2 fm og bílskúr merkt 020003, 25,7 fm, samtals 230,9 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

img
Monika Hjálmtýsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Monika Hjálmtýsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. nóv. 2010
47.250.000 kr.
75.000.000 kr.
230.9 m²
324.816 kr.
9. mar. 2007
27.705.000 kr.
37.500.000 kr.
230.9 m²
162.408 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Monika Hjálmtýsdóttir

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur