Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Maack Gunnarsson
Svanþór Einarsson
Theodór Emil Karlsson
Steingrímur Benediktsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1977
svg
180,8 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

** Hafðu samband og bókaðui tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040  - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og mikið endurnýjað 180,8 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Byggðarholt 20 í Mosfellsbæ. Húsið stendur á 965 m2 lóð sem er fallega gróin og vel við haldin, bílastæði og stígar hellulagðir, með snjóbræðslu. Birt stærð eignar eru 180,8 m2, þar af íbúð 161,0 m2 og bílskúr 19,8 m2. Einnig er ca. 15 m2 geymsluskúr á norðvesturhlið hússins sem er ekki inni í skráðri fermetratölu.  Húsið skiptist í forstofu, gang, stofu og borðstofu, eldhús, sólstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Timburverönd er suðvestan og norðaustan við húsið. Húsið er vel staðsett í vinsælu og grónu hverfi í Mosfellsbæ, stutt í vinsælar gönguleiður, skóla, leikskóla, verslun og alla helstu þjónustu.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
 
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Forstofa, stofa og gangur eru með gegnheilu parketi á gólfi. Í lofti er nýleg innfelld lýsing sem stýra má með appi.
Eldhús var endurnýjað 2022 og hannað af Rut Kára. Sér smíðuð innrétting frá Smíðaþjónustunni. Innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur, tveir ofnar, gaseldavél og háfur. Flísar eru á gólfi með gólfhita. Innfelld lýsing í lofti.
Baðherbergi var endurnýjað 2016 og er flísalagt í hólf og gólf, með gólfhita. Fallegar innréttingar frá HTH. Vegghengt salerni, handlaug, sturta að baðkar.
Hjónaherbergi er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi.
Sólskáli er inn af stofu, gengið niður tvö þrep. Parket er á gólfi með gólfhita. Innfelld lýsing í lofti. Útgengt í bakgarð um svalahurð. Innangengt í bílskúr og þvottahús.
Þvottahús er með flísum á gólfi, góðum innréttingum með góðu skápaplássi, vaski og vinnuborði. Útihurð er í þvottahúsi sem hægt er að nota sem annan inngang í húsið.
Bílskúr er í dag nýttur sem skrifstofa en væri hægt að útbúa herbergi eða stúdíó íbúð. Flísar á gólfi og gólfhiti. Útgengt er úr bílskúr um svalahurð.
Innkeyrsla og stígur að útihurð eru hellulögð og með hita undir. Hleðslustöð fyrir rafbíla er við innkeyrslu.
Garðurinn snýr í suðvestur og norðaustur og er gróinn og fallegur með timburveröndum beggja vegna húss. Philips Hue lýsing er í garði norðaustan megin.
Öryggis- og brunakerfi tengt Securitas fylgir húsinu.

Eignin hefur fengið mikið og gott viðhald fagmanna á undanförnum árum. Helstu framkvæmdir samkvæmt seljanda: Eldhús var endurnýjað 2022. Baðherbergi var endurnýjað 2016. Skipt um pappa og járn á þaki ca. 2007. Þak yfirfarið 2019. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar á s.l. 10 árum. Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar. Búið er að endurnýja raflagnir og rafmagnstöflur. Rafmagnstöflur eru þrjár; fyrir íbúðarrými, bílskúr og þvottahús og fyrir garðinn. Loft eru upptekin í flestum rýmum og því góð lofthæð í húsinu. 

Verð kr. 150.000.000,-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

img
Theodór Emil Karlsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasala Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Fasteignasala Mosfellsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
phone
img

Theodór Emil Karlsson

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. des. 2014
45.450.000 kr.
45.000.000 kr.
180.8 m²
248.894 kr.
17. ágú. 2011
34.050.000 kr.
42.000.000 kr.
180.8 m²
232.301 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignasala Mosfellsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
phone

Theodór Emil Karlsson

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ