Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Vista
lóð

Ásgarður Hvallátrum

451 Patreksfjörður

Tilboð

Fasteignanúmer

F2123315

Fasteignamat

8.479.000 kr.

Brunabótamat

39.346.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
8299,1 m²
svg
0 herb.
svg
Aukaíbúð

Lýsing

Fasteignamiðstöðin kynnir jörðina Ásgarður í landi Hvallátra í fyrrum Rauðasandshreppi nú Vesturbyggð,
fasteignaanúmer F2123315 og landeignanúmer L139876 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið
tilheyrandi land og sameignarréttind
i.
Jörðin Ásgarður er staðsett í landi Hvallátra við Látravík í Vesturbyggð í Barðastandarsýslu. Húsakostur eru barn síns tíma og
í misgóðu ástandi en stutt er síðan búið var í íbúðarhúsinu allt árið. Mikið af ferðamönnum koma á svæðið á hverju sumri.
Hvallátur er mjög landmikil jörð að stórum hluta í óskiptri sameign og á mikið land að sjó.
Hér er um að ræða náttúruperla stutt frá Látrabjargi.
Þar er vestasta byggð Íslands og þar með einnig Evrópu. Mikilfengleg náttúra einkennir jörðina sem er stutt frá Látrabjargi og sjást þar ýmis dýr
eins og sauðfé, refir selir, hákarl og stórkostlegt fuglalíf. Fjöllin eru hrjóstug gróðurlendi mikið og fallegur áberandi skeljasandur við strendurnar sem sum
staðar nær upp í miðjar fjallshlíðar. Á Hvallátrum var töluverður sauðfjárbúskapur.
Einnig hefur verið róið og veiddur ýmis fiskur svo sem steinbítur, þorskur og heilagfiski og sóttur fugl og egg í Látrabjarg og Látranúp/Bjarnanúp
Góðar gönguleiðir liggja um svæðið, um Látrabjarg til Keflavíkur og Rauðasands eða Örlygshafnar. Frá Breiðuvík liggja leiðir til norðurs að gömlum
verstöðvum (Hvallátur er ein þeirra) og til veiðivatna á svæðinu.
Í Látravík var samfelld byggð allt frá landnámi þegar Þórólfur spörr nam þar land þar til síðasti ábúandi fell frá nú fyrir skemmstu. Vitað er um bóndan
Látra-Clemens sem var uppi á 16.öld og stundaði búskap í Hvallátrum. Fornar dysjar spænskra ræningja og sæfara má finna í Látravík og rústir verbúða
eru enn þá greinilegar.
Samkvæmt skrám HMS (áður Þjóðskrá) er eftirfarandi húsakostur og ræktun skráð á jörðinni Ásgarður.
Íbúð frá 1943, birt stærð 78,5 m2.
Fjárhús frá 1936, birt stærð 24,7 m2.
Hlaða frá 1936, engin birt stærð.
Geymsla frá  birt stærð 41 m2
Alifuglahús frá 1935, birt stærð 14,3 m2.
Fjárhús frá 1936, birt stærð 23,5 m2.
Véla-/verkfærageymsla frá 1988, birt stærð 47,8 m2.
Fjárhús frá 1920, birt stærð 40 m2.
Baðhús frá 1992, birt stærð 9,2 m2.
Geymsla frá 1920, birt stærð 20,1 m2.
Ræktað land, birt stærð um 8.000 m2
Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða í fögru umhverfi.

Tilvísunarnúmer 10-2709

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is            
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur