Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2014
498,9 m²
7 herb.
3 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Votakur 1, tæplega 500 fm, einstaklega vel staðsett einbýlishús í Akrahverfinu, 210 Garðabæ. Húsið stendur ofan götu og engin byggð fyrir neðan.Eignin skiptist í: Tvær hæðir. Efri hæðin er á tveimur pöllum og skiptist í anddyri, fjögur svefnherbergi, eitt baðherbergi og gestasnyrtingu. Stórt alrými með mikilli lofthæð sem skiptist í eldhús, borðstofu og stofu. Sjónvarpsherbergi á svefnherbergispalli. Neðri hæðin skiptist í svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bíósal, líkamsræktarherbergi, vínherbergi og tvöfaldan bílskúr. Pallur er mestu við allt húsið með heitum potti og sauna húsi. Við sununa er útisturta. Hornlóð neðst í hverfinu á einstökum stað niður við gróinn dal og læk. Sigurður Hallgrímsson arkitekt hjá Arkþing teiknaði/hannaði húsið.
Nánari lýsing:
Komið er inní anddyri, rúmgóðir fataskápar. Við anddyri er gestasnyrting. Gengið er frá anddyri inná rúmgóðan gang. Við ganginn er gengið til hægri í svefnherbergis álmuna og svo til vinstri í alrými. Svefnherbergin eru rúmgóð með parketi á gólfum. Innaf hjónaherbergi er fataherbergi. Stórt baðherbergi með góðum innréttingum, terrazzo á gólfum, baðkar og sturta. Í miðju rýminu er rúmgott sjónvarpsherbergi. Eldhús, borðstofa og stofa liggja saman og með parketi á gólfum. Arinn er í stofu, miklir gluggar sem gefa góða birtu og rennihurð útá verönd er í stofu. Eldhús er rúmgott með góðu skápaplássi og hvítri sprautulakkaðri innréttingu. Tvöfaldur ísskápur með vínkæli. Gengið er niður opinn og góðan stiga niður á neðri hæð. Þar er Terrazzo á gólfi. Svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús með Terrazzo á gólfi. Miklar innréttinga í þvottahúsi. Baðherbergi með flísum á veggjum, sturtu og innréttingu. Stórt vínherbergi með hillum og kælibúnaði. Parket er á gólfi í bíóherbergi. Innangengt er í rúmgóðan bílskúr. Bílskúrinn er með epoxi á gólfi og innréttingu, innaf bílskúr er rúmgóð geymsla með hillum.
Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Ingi Guðlaugsson lögg.fasteignasali í síma 864-5464 eða gudlaugur@eignamidlun.is.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. jún. 2016
117.300.000 kr.
163.000.000 kr.
388.1 m²
419.995 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024