Upplýsingar
Byggt 2007
60,2 m²
2 herb.
1 baðherb.
Lýsing
Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu sumarhús við Kvistás 24 fasteignanúmer F230-7554 og landeignarnúmer L178613
póstnúmer 311 Borgarbyggð áður Kolbeinsstaðahreppi.
Kvistás 24 nefnt Hraunbrún er fallegt sumahús í skipulagðri frístundabyggð í landi Syðri-Rauðamels í Borgarbyggð sem er mikil náttúruperla. Lóðin 3.600 m2 leigulóð sem er í jaðri frístundabyggðarinnar með óvenju fallegu útsýni.
Húsið er timburhús, með standandi klæðningu, 60.2 m2 að stærð samkvæmt skráningu HMS, byggt árið 2007 en í raun 70.2m2. Húsið stendur á steyptum undirveggjum og er hitað með rafmagni. Að auki er 10 m2 gestahús, stakstæð geymsla sem er einangruð að hluta og leikkofi fyrir börn á lóðinni. Gestahús og geymsla eru ekki inn í skráði fermetratölu fasteignarinnar.
Leigusamningur er í gildi til ársins 2048 og er ársleiga kr 102.670.- Greitt kr 5.000.- á ári til félags sumarhúsaeigenda á svæðinu.
Nánari lýsing.
Forstofa með flísum á gólfi með góðum fataskápum. Baðherbergi sem er flísalagt gólf innrétting og sturtuklefi. Svefnherbergi með parket á gólfi. Annað svefnherbergi eða seturými sem hægt er að draga fyrir og nýta sem herbergi, parket á gólfi. Eldhús með parketi á gólfi og mjög góð 2ja ára innrétting. Gott skápapláss, uppþvottavél og ísskápur helluborð og eldavél, allt innbyggt í innréttingu og fylgir með. Stofan er vistleg björt með góðri kamínu. Parket á gólfi og gólfsíðir gluggar. Gengið er úr stofu út á sólpall með skjólveggjum. Gestahús er 10 m2 einangrað og klætt. Parket á gólfi, tvær kojur og rúm. Geymsla einangruð að hluta með tvöfaldri hurð.
Frábær staðsetning í fallegu umhverfi. Eign sem vert er að skoða.
Ásett verð 27.500.000.- eða tilboð.
Bókaðu skoðun þegar þér hentar.
Tilvísunarnúmer 13-1724
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.