Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1970
svg
259 m²
svg
7 herb.
svg
3 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

STOFAN fasteignasala kynnir fallegt og vel skipulagt endaraðhús með miklu útsýni til sjávar og fjalla í fremstu röð við Barðaströnd á Seltjarnarnesi.
Eignin er skráð samtals 259 m², þar af er bílskúr 24,3 m² skv. fasteignaskrá HMS


Húsið sem er afar vel staðsett hefur fengið gott viðhald og fallegar endurbætur í gegnum árin.

Neðri hæð
Forstofa 
er flísalögð með góðum skápum.
Svefnherbergin eru 5 og hægt er að bæta við einu til viðbótar. 3 herbergi eru rúmgóð og 2 minni. Svefnherbergi og gangar eru parketlögð með harðparketi.
Hjónaherbergi er með fataskáp og einnig er innbyggður fataskápur í einu barnaherbergi. Stórir fataskápar eru á gangi ásamt fataskáp við baðherbergi.
Baðherbergi eru tvö á jarðhæð bæði flísalögð með sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofni. Annað baðherbergið er inn af hjónaherbergi.
Þvottahús er flísalagt með góðri innréttingu og skolvaski.
Bílskúr er með steingólfi, 3ja fasa rafmagni og fylgir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.

Stigi milli hæða er flísalagður.

Efri hæð er flísalögð opin og björt með fallegu útsýni.
Gestasalerni er með upphengdu salerni, vaski og lítilli innréttingu ásamt handklæðaofni,
Sjónvarpsherbergi er rúmgott með útgengi á suðursvalir.
Stofur og eldhús eru í rúmgóðu opnu rými. Arinn í stofu.
Eldhús innrétting er sérsmíðuð hvít og viðarspónlögð frá árinu 2009. Innbyggður ísskápur, bakarofn og combi ofn í vinnuhæð og uppþvottavél. Niðurfræst keramik helluborð. Ljós steinn á borðum.

Svalir til norðurs og suðurs eru samtals 62.3 m².

Lóðin er eignarlóð og er stærð hennar samkvæmt skipulagi 909 m² en aðeins skráðir sem 735 m². Á lóðinni er 11 m² óskráður útiskúr með rafmagni. 68 m² harðviðarpallur er sunnan við húsið. Bomanit stétt fyrir framan aðaldyr er upphituð. Stórt bílastæði er framan við húsið.

Þetta er falleg eign sem vel hefur verið hugsað um. Ítarlegri framkvæmdalista frá 2001-2024 er að finna í söluyfirliti
en nýlegar framkvæmdir eru m.a.

2012
Harðviðargrindverk og 11 fermetra útiskúr.
Stálstólpar á svölum endurnýjaðir ásamt timbri.
2013
Skipt um gler í þvottahúsi og hitakompu.
2015
Grindverk sett á milli garða.
2018
Parket endurnýjað á neðri hæð.                                                                        
2022
Skápar í hjónaherbergi.
Aðalbaðherbergi allt endurnýjað.
Rafmagn lagt í sólpall og skúr.
Húsið málað að utan.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Atli Þór í síma 699-5080, atli@stofanfasteignir.is og Guðný Ósk í síma 866-7070, gudny@stofanfasteignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.

STOFAN Fasteignasala Hafnarfjarðar

STOFAN Fasteignasala Hafnarfjarðar

Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfirði
STOFAN Fasteignasala Hafnarfjarðar

STOFAN Fasteignasala Hafnarfjarðar

Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfirði