Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallegt sumarhús í landi Hests við Kiðjaberg, sem er innarlega í hverfinu, læst hlið er inn í hverfið. Mikið útsýni er frá húsinu. Eignin skiptist í aðalhús sem er með stofu, eldhúsi í opnu rými, baðherbergi með gufuklefa, tvö svefnherbergi, anddyri og útigeymslu. Efri hæð nýtist sem tvö svefnherbergi. Auk þess er 31 fm gestahús sem er með stofu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Heitt vatn var tekið inn í hús 2017.
Bókið skoðun í síma 6955520 eða jon@miklaborg.is
Fallegt útsýni er frá húsinu yfir Hvítá og yfir Suðurlandið.
Lóðin er tæplega eins hektara eignarlóð.
Um er að ræða vandað heilsárshús á eftirsóttum stað í Kiðjabergi á lokuðu svæði.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520