Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2008
svg
344,6 m²
svg
5 herb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing



Valborg ehf kynnir eignina Mosprýði 2, 210 Garðabær.  Um er að ræða sérlega glæsilegt parhús samtals 344 fm á ótrúlega fallegri og vel staðsettri lóð með miklu útsýni á einstökum stað. 

Hér getur þú skoðað eignina í þrívídd – SMELLTU HÉR

Húsið er á 3 pöllum. Aðalinngangur hússins er á miðhæð, rúmgóð forstofa, og herbergi, eldhús með stórri eyju, borðstofu og stofu með glæsilegu útsýni, útgegnt með rennihurð frá eldhúsi og stofu. Á efstu hæð eru tvö herbergi, skrifstofuhorn og gott salerni með sturtu, flísalagt í hólf og gólf.  Stórt sjónvarpsrými er á hæðinni ásamt hjóna-svítu með rúmgóðu fataherbergi og innangengt í sér baðherbergi með sturtu og hornbaðkari.  Útgengi frá hjónaherbgi út á 7 fm svalir.  Mikið skápapláss er í öllu húsinu. Fallegur garðskáli í garði með fallegum hraunmyndum í kring. Tvær íbúðir eru í húsinu ef vill, hægt að loka alveg á milli eða hafa sem hluta af húsinu og er neðri hæðin um 65 ferm með sérinngang plús bílskúr.  Innréttingar og flísalögn eru teiknaðar af Björg Elvu Jónsdóttir innanhúss arkitekt.  Allar innréttingar voru sér smíðaðar af Fagus ehf en eldhúsinnrétting er frá danska eldhús framleiðandanum MultiForm.  Efnisval í hurðum og innréttingum er liggjandi Eikarspón og eru allar hurðir mjög stórar og vandaðar og ná til lofts á öllum hæðum hússins. Eldvarnarhurð inn í bílskúr.  Allir fataskápar og baðskápar eru úr hvítum MDF plötum.  Flísar eru á allri miðhæðinni og votrýmum ásamt inngangi á neðri hæð, Flísar eru frá Parka. Öll herbergi eru með vönduðu eikar harðparketi frá Parka sömuleiðis. 
Húsið er hannað með aðgengisþörfum vegna hreyfihömlunar í huga. Húsið er rúmgott og hefur gott aðgengi í alla staði, engir þröskuldar eru innandyra, en dyraop eru einnig að lágmarki 80cm á breidd. Víða eru rennihurðar sem auka pláss til muna. Salernisaðstaða er aðgengileg og eru þrjár sturtur í húsinu rúmgóðar gólfsturtur. Lyfta er milli hæða í húsinu og gluggar ná niður í gólf svo auðvelt er að njóta útsýnis sitjandi.
Húsið var steypt upp og klárað 2010 og fullklárað að innan 2016.  Húsið er staðsteypt og er húsið vandað á allan hátt.  Gluggar eru flestir gólfsíðir og eru álgluggar með K-Gleri frá Samverk og gluggar smíðaðir af Gluggasmiðjunni. Bílskúr er um 26 ferm með snjóbræðslu í innkeyrslu. en þar er einnig þvottahús með góðum geymslu skápum. Parhúsið var allt málað fyrir 2 árum í fallegum brúnum lit sem ber nafnið Prýði hjá Slippfélaginu.


Mjög stutt er þarna í helstu þjónustu og verslanir.  Frábær útivistarsvæði, göngu og hjólaleiðir í næsta nágrenni.
 
Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson viðsk.fræðingur og lögg. fasteignasali, í síma 8954000, tölvupóstur elvar@valborgfs.is.

Nánari lýsing:
Gluggar, hurðir, rennihurðir og opnanleg fög eru öll úr áli frá Gluggasmiðjunni. Allar stéttar og plön eru steypt og hitalögn undir aðalinngangi og niðurkeyrslu við bílskúr.  Næg bílastæði eru við húsið. Tenglar eru fyrir hleðslu rafbíla.  Húsið stendur á fallegri náttúrulóð (hraunlóð) við Garðahraun sem er friðað svæði en þar er að finna fallegar gönguleiðir um Garðahraun, Gálgahraun og svo kallað Kjarvalshraun.  Arkitekt er Baldur Ó Svavarsson, Inni og úti arkitektar ehf.  Parhúsin eru steypt í sitthvoru lagi með góðri einangrun milli húsa, þannig að lítil sem enginn hljóðburður er milli húsa.  Þar sem lóðin er náttúrulóð var hugsað vel um að nýta allt efni úr uppgrefti á fallegu hraungrjóti og mosa og prýðir það allt í kring um húsið.  Mikið og glæsilegt útsýni er yfir allt höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn, hraunmyndanir við húsið eru mjög fallegar.  Prýðishverfið er mjög vel staðsett gagnvart öllum helstu umferðaræðum borgarinnar, stutt er í alla þjónustu.
 

Eignin Mosprýði 2 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 231-2930, birt stærð 344.6 fm.



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 

Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone