Lýsing
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Eignin er núna með 2 svefnherbergjum. Einfalt er að bæta því 3 við, sjá teikningu í lok myndasyrpu. Þar sem borðstofuborðið er staðsett núna. Var skv. upprunalegum teikningum herbergi.
Eignin Kársnesbraut 81 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 206-3042, birt stærð 122.0 fm, þar af er bílskúr 25fm. Sér geymsla í kjallara 5,5fm, ekki skráð fermetratölu í FMR.
Framkvæmdir síðustu ára:
2002 Járn á þaki endurnýjað ásamt þakpappa.
2016 Innra fyrirkomulagi breytt, hol opnað inn í stofu.
Eldhús fært úr norðaustur herbergi í miðrými.
Öll gólfefni fjarlægð og plata flotuð – tilbúið að leggja gólfefni ef vilji er fyrir því.
Nýtt rafmagn dregið í íbúðina að stærstum hluta og allir rofar/tenglar endurnýjaðir og nýjum komið fyrir.
Nýr stofn af greinatöflu í íbúð.
Upphengt salerni sett upp.
Nýjar innihurðir (allar nema endurnýtt upprunaleg forstofuhurð)
2017 Húsið sprunguviðgert og málað að utan.
2019 Stigi niður í sameign og anddyri sameignar gert upp, gólf málað.
Ný útidyrahurð inn í sameign á jarðhæð.
Lagnir fyrir heitt og kalt vatn lagðar út í bílskúr, ótengt. Tengistútar fyrir hita í bílastæðum lagðir út að stæðum, ótengt.
2020 Rennihurð sett í þar sem áður var gluggi út á þakverönd.
2024 Nýr bakaraofn
Nánari Lýsing:
Forstofa: Gengið inn í forstofu um sérinngang. Innbygður skápur. Gengið niður í sameign og geymslu/skrifstofuherbergi á jarðhæð úr forstofu.
Hol: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Rúmgott með innbyggðu kojurúmi.
Baðherbergi: Flot á gólfi, flísar á veggjum. Baðkar með sturtu, upphengt klósett ásamt upphengdum vask og speglaskáp fyrir ofan vask.
Alrými: Glæslilegt opið og afar bjart rými með samliggjandi eldhúsi og stofu.
Eldhús: Samliggjandi stofu. Falleg innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi ásamt stórri eyju á hjólum. Útgengt út á svalir með tröppum niður í garð.
Stofa: Samliggjandi eldhúsi. Rúmgóð, opin og björt. Útgengt út á mjög stóra og sólríka sameiginlega þakverönd þaðan sem liggja tröppur niður í garð sunnan megin og niður á bílastæði norðan megin. Afar fallegt útsýni af verönd og úr stofuglugga til vesturs út á Fossvoginn.
Geymsla: 5,5fm. Með góðum, stórum opnanlegum glugga. Nýtt í dag sem skrifstofurými.
Bílskúr: 25fm. Lagnir fyrir heitt og kalt vatn lagðar út í bílskúr, ótengt. Tengistútar fyrir hitalagnir í bílastæði lagðir út að stæðum, ótengt. Sérbílastæði fyrir framan bílskúr.
Sameign:
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Sér tengill fyrir eignina.
Garður: Stór, gróin og fallegur garður sunnan við hús.
Afar falleg mikið uppgerð hæð á vinsælum og rólegum stað á Kársnesinu. Frábær staðsetning miðsvæðis á Reykjavíkursvæðinu. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í allar áttir. Leik- og grunnskóli í göngufjarlægð ásamt sundlaug Kópavogs. Þá er stutt í fallegar göngu og hjólaleiðir við sjávarsíðuna með tengingu inn á græn svæði í Fossvogs- og Kópavogsdal.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.