Lýsing
Um er að ræða fallega og vel skipulagða 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum sem er um 133 fm að stærð. Eignin er á þriðju og fjórðu hæð sem jafnframt eru efstu hæðir hússins. Henni fylgir einka bílastæði á baklóð, þrennar svalir; þar af eru þaksvalir um 26 fm, tvö baðherbergi á sitthvorri hæðinni; annað með sturtu og hitt með baðkari, sérinngangur er frá utanáliggjandi stigagangi, og þvottahús innan íbúðar. Þá eru tvennar stofur og rúmgott eldhús með eyju.
Nánari lýsing:
Neðri hæð
Forstofan er rúmgóð með flísum á gólfi.
Þvottahúsið er flísalagt, með skolvaski og tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Stórt svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergið á hæðinni er flísalagt með sturtu.
Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í mjög rúmgóðu rými. Eyja er í eldhúsi.
Útgengt er á svalir frá stofu sem eru um 5 fm.
Efri hæð
Komið er upp parketlagðan stiga og þar er sjónvarpsstofa með parketi á gólfi.
Útgengt er þaðan á sólríkar og skjólgóðar þaksvalir sem snúa í suður og eru um 26 fm.
Tvö svefnherbergi eru á hæðinni og er útgengt á um 10 fm svalir úr öðru þeirra. Parket er á gólfi og fataskápar eru í öðru herberginu en þeir geta fylgt.
Baðherbergið á hæðinni er flísalagt og er með baðkari.
Sameign er snyrtileg með mynddyrasíma. Á stigapalli á 3. hæð við lyftuna er sameiginleg geymsla. Þá er dekkja- og hjólageymsla í kjallara. Eigninni fylgir jafnframt 10 fm geymsla sem er staðsett í kjallara hússins.
Húsið var byggt árið 1960 en árið 2000 var byggt ofan á það, og er íbúðin sjálf frá þeim tíma.
**Endurbætur á íbúðinni á síðustu árum eru helst þær að dúkurinn á þaksvölunum var endurnýjaður, gluggar á suðurhlið á efri hæð íbúðar voru lagfærðir og þéttingar endurnýjaðar.
Að utanverðu hefur verið gert við múrskemmdir og steypufletir voru málaðir á bakhlið, innakstursopnun á baklóð var lokað með fjarstýrðum hurðum fyrir um 2 árum en tvær innakstursleiðir eru að baklóð og eru þær læstar á nóttunni. Þá var lyftan í húsinu uppgerð fyrr á árinu 2024.
Stutt er í alla þjónustu og er matvöruverslun í götunni. Þá er stutt í skóla, leikskóla, græn svæði og miðbæ Reykjavíkur.
Eign sem sannarlega er vert að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.