Lýsing
Um er að ræða bjarta risíbúð með suðursvölum í snyrtilegu fjölbýli á þessum vinsæla og barnvæna stað í Hlíðunum. Íbúðin er skráð 64,90 fermetrar samkvæmt FMR, þar af er 5,7 fermetra geymsla, en gólfflötur er mun stærri þar sem hluti hennar er undir súð.
Nánari lýsing á eigninni:
Forstofa: Parket á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi. Parket á gólfi.
Borðstofa: Rúmgóð með parketi á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með suðurgluggum og útgengi út á nýlega endurnýjaðar suðursvalir.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Barnaherbergi I og II: Bæði herbergi eru rúmgóð og með nýju parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og nýlegri innréttingu.
Sameign: Þvottahús er í sameign í kjallara. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í risi og hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Endurbætur á íbúð og húsi:
- Nýtt parket lagt í alla íbúðina.
- Gólfefni á svölum endurnýjað.
- Nýtt rafmagn dregið að mestu og innstungur endurnýjaðar.
- Þakrennur endurnýjaðar og þak yfirfarið að hluta. Þak einangrað til að halda betur hita.
- Gangur í sameign málaður og teppalagður árið 2020.
Um er að ræða frábærlega staðsetta eign á vinsælum stað með stuttu göngufæri í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og útivistarsvæði. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja bjarta og vel viðhalda eign í fjölskylduvænu hverfi. Eign sem er þess virði að skoða.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður