Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1897
165,9 m²
6 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Hallir fasteignamiðlun ehf kynnir í einkasölu: Hlýlegt og sjarmerandi 6. herb. einbýlishús að Skipasundi 82, 104 Reykjavík. Um er að ræða fallegt fjölskylduhús með grónum garði og frábærri staðsetningu í þessu sívinsæla hverfi.
Eignin er á þremur hæðum og heildarfermetrafjöldar hússins samkvæmt skráningu í fasteignaskrá eru alls 165,9 fm. Fermetraskiptingin innan eignarinnar er eftirfarandi;
Kjallarinn er 57,4 fm með sérinngangi ásamt því að innangengt er á milli hæða. Kjallarinn skiptist í rúmgott anddyri, stórt þvottahús með geymsluplássi og hægt væri að útbúa baðherbergi úr hluta þess. Þar eru einnig tvö svefnherbergi og sjónvarpsherbergi. Auðvelt væri að loka á milli hæða, setja upp eldhús og útbúa íbúð með sérinngangi.
Fyrsta/aðalhæðin er 57,4 fm með sérinngangi og skiptist hún í anddyri með innbyggðum fataskápi og skóhillu, gestasalerni, rúmgott eldhús með góðum borðkróki og samliggjandi setu- og borðstofu. Hægt væri að opna eldhúsið og útbúa alrými eldhúss, stofu og borðstofu á hæðinni.
Efsta hæðin er 51,1 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, bjarta skrifstofu/fataherbergi og stórt baðherbergi með glugga. Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherberginu. Rúmgóðir skápar og innréttingar með góðu geymsluplássi eru í húsinu.
Aðkoman að húsinu er öll hin snyrtilegasta. Nýlega hellulagt bílaplan er framan við húsið, þar er gert ráð fyrir hleðslustöð. Skipt var um jarðveg á lóðinni árið 2021 og skólplagnir voru endurnýjaðar út í brunn í götu. Við jarðvegsskiptin var gert ráð fyrir lögnum í bílskúr/hús ef það yrði byggt. Stór garður með nýlegum stórum sólpalli sem nær yfir allan bakgarðinn en hellulagt plan tekur við fyrir framan hús. Reistur hefur verið skjólveggur að hluta til í kringum pallinn í bakgarði. Tengi eru til staðar fyrir heitapott á palli. Geymsluskúr, 10 fm, er á lóðinni. Húsinu hefur verið ágætlega viðhaldið í gegnum árin ásamt því að reynt hefur verið að halda í og varðveita sérkenni og sjarma hússins af fremsta megni.
Byggingaréttur fylgdi eigninni sem mögulega væri hægt að endurnýja og byggja bílskúr eða jafnvel lítið hús við hlið hússins.
Upphaflega stóð húsið við Laugaveg 47 í miðbæ Reykjavíkur. Markús Þorsteinsson söðlasmiður byggði húsið árið 1897 en það er norskt timburhús á steyptum grunni. Markús nýtti eignina sem íbúðarhúsnæði og verkstæði. Árið 1954 var það flutt á núverandi staðsetningi að Skipasundi 82.
Hverfið hefur haldið vinsældum sínum í gegnum árin enda þykir það rólegt og er rómað fyrir veðursæld. Þar sem staðsetning hverfisins er miðsvæðis innan Reykjavíkur er stutt í flestar áttir og út á stoðbrautir. Útivistarsvæði eins og Húsdýra- og Grasagarðurinn eru í næsta nágrenni ásamt Laugardalslaug, Laugardalshöll og Laugardalsvelli. Úrval verslanna og þjónustu er að finna í Skeifunni, Holtagörðum og í Vogabyggð þar sem mikil uppbygging er að eiga sér stað. Þetta er barnvænt hverfi þar sem stutt er í grunn- mennta- og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar gefur Heiða Guðmundsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 779-1929 eða á netfanginu heida@hallir.is.
Nánari lýsing:
Kjallari; sérinngangur, rúmgott anddyri með flísum á gólfi.
Þrjú samliggjandi herbergi með flísum á gólfi.
Stórt þvottahús/geymsla með glugga og góðum hillum.
Stigi upp á aðalhæð og geymslupláss undir stiga.
Aðalhæð; sérinngangur, anddyri með máluðu gólfi og innbygðum opnum fataskáp og skóhillum. Þaðan liggja stigar bæði niður í kjallara og upp í risið.
Gestasalerni með máluðu gólfi, skápur yfir hluta eins veggs frá gólfi til lofts, skápur undir vaski, gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með parketi á gólfi og eru þær bjartar með gluggum á þrjá vegu.
Eldhús með hvítri fallegri innréttingu í eldri stíl, korkflísar á eldhúsi, flísar á milli skápa. Góður borðkrókur, vönduð tæki og gaseldavél. Pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp og uppþvottavél.
Efsta hæð; Herbergjagangur viðargólf
Samliggjandi hjónaherbergi og skrifstofa/fataherbergi með parketi á gólfi. Góðir skápar er í svefnherbergi og viðarþiljur eru á veggjum. Hvít snyrtileg veggföst innrétting á skrifstofu/fataherbergi fylgir. Svaladyr eru á skrifstofu/fataherbergi en engar svalir.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og viðarþiljum á veggjum. Herbergið er bjart og með glugga á tvo vegu.
Baðherbergið er bjart og stórt með máluðu gólfi, ágætri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu og stórum glugga. Pláss fyrir þurrkara og þvottavél.
Fasteignin býður upp á þá möguleika að hægt er að útbúa séríbúð í kjallara með sérinngangi. Einnig er möguleiki á að endurvekja byggingarrétt við húsið og byggja jafnvel lítið hús á tveimur hæðum eða bílskúr til hliðar við húsið.
Þá væri hægt útbúa aðrar tvær íbúðir til viðbótar, ein á aðalhæð og aðra á efstu hæð með sameiginlegum inngangi. Húsið yrði þá þriggja íbúða hús með mjög góðum tekjumöguleikum í útleigu. Einnig gætu mismundi kynslóðir innan sömu fjölskyldu búið undir sama þaki en allir átt sína sér íbúð. Áhugaverð eign sem býður upp á mikla möguleika og vert er að skoða.
Skipti á ódýrari eign innan höfuðborgarsvæðisins kemur til greina.
FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2025 ER KR. 101.600.000,-
Allar nánari upplýsingar gefur Heiða Guðmundsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 779-1929 eða á netfanginu heida@hallir.is.
Í lögum um fasteignakaup er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hallir fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga . Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Eignin er á þremur hæðum og heildarfermetrafjöldar hússins samkvæmt skráningu í fasteignaskrá eru alls 165,9 fm. Fermetraskiptingin innan eignarinnar er eftirfarandi;
Kjallarinn er 57,4 fm með sérinngangi ásamt því að innangengt er á milli hæða. Kjallarinn skiptist í rúmgott anddyri, stórt þvottahús með geymsluplássi og hægt væri að útbúa baðherbergi úr hluta þess. Þar eru einnig tvö svefnherbergi og sjónvarpsherbergi. Auðvelt væri að loka á milli hæða, setja upp eldhús og útbúa íbúð með sérinngangi.
Fyrsta/aðalhæðin er 57,4 fm með sérinngangi og skiptist hún í anddyri með innbyggðum fataskápi og skóhillu, gestasalerni, rúmgott eldhús með góðum borðkróki og samliggjandi setu- og borðstofu. Hægt væri að opna eldhúsið og útbúa alrými eldhúss, stofu og borðstofu á hæðinni.
Efsta hæðin er 51,1 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, bjarta skrifstofu/fataherbergi og stórt baðherbergi með glugga. Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara á baðherberginu. Rúmgóðir skápar og innréttingar með góðu geymsluplássi eru í húsinu.
Aðkoman að húsinu er öll hin snyrtilegasta. Nýlega hellulagt bílaplan er framan við húsið, þar er gert ráð fyrir hleðslustöð. Skipt var um jarðveg á lóðinni árið 2021 og skólplagnir voru endurnýjaðar út í brunn í götu. Við jarðvegsskiptin var gert ráð fyrir lögnum í bílskúr/hús ef það yrði byggt. Stór garður með nýlegum stórum sólpalli sem nær yfir allan bakgarðinn en hellulagt plan tekur við fyrir framan hús. Reistur hefur verið skjólveggur að hluta til í kringum pallinn í bakgarði. Tengi eru til staðar fyrir heitapott á palli. Geymsluskúr, 10 fm, er á lóðinni. Húsinu hefur verið ágætlega viðhaldið í gegnum árin ásamt því að reynt hefur verið að halda í og varðveita sérkenni og sjarma hússins af fremsta megni.
Byggingaréttur fylgdi eigninni sem mögulega væri hægt að endurnýja og byggja bílskúr eða jafnvel lítið hús við hlið hússins.
Upphaflega stóð húsið við Laugaveg 47 í miðbæ Reykjavíkur. Markús Þorsteinsson söðlasmiður byggði húsið árið 1897 en það er norskt timburhús á steyptum grunni. Markús nýtti eignina sem íbúðarhúsnæði og verkstæði. Árið 1954 var það flutt á núverandi staðsetningi að Skipasundi 82.
Hverfið hefur haldið vinsældum sínum í gegnum árin enda þykir það rólegt og er rómað fyrir veðursæld. Þar sem staðsetning hverfisins er miðsvæðis innan Reykjavíkur er stutt í flestar áttir og út á stoðbrautir. Útivistarsvæði eins og Húsdýra- og Grasagarðurinn eru í næsta nágrenni ásamt Laugardalslaug, Laugardalshöll og Laugardalsvelli. Úrval verslanna og þjónustu er að finna í Skeifunni, Holtagörðum og í Vogabyggð þar sem mikil uppbygging er að eiga sér stað. Þetta er barnvænt hverfi þar sem stutt er í grunn- mennta- og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar gefur Heiða Guðmundsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 779-1929 eða á netfanginu heida@hallir.is.
Nánari lýsing:
Kjallari; sérinngangur, rúmgott anddyri með flísum á gólfi.
Þrjú samliggjandi herbergi með flísum á gólfi.
Stórt þvottahús/geymsla með glugga og góðum hillum.
Stigi upp á aðalhæð og geymslupláss undir stiga.
Aðalhæð; sérinngangur, anddyri með máluðu gólfi og innbygðum opnum fataskáp og skóhillum. Þaðan liggja stigar bæði niður í kjallara og upp í risið.
Gestasalerni með máluðu gólfi, skápur yfir hluta eins veggs frá gólfi til lofts, skápur undir vaski, gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með parketi á gólfi og eru þær bjartar með gluggum á þrjá vegu.
Eldhús með hvítri fallegri innréttingu í eldri stíl, korkflísar á eldhúsi, flísar á milli skápa. Góður borðkrókur, vönduð tæki og gaseldavél. Pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp og uppþvottavél.
Efsta hæð; Herbergjagangur viðargólf
Samliggjandi hjónaherbergi og skrifstofa/fataherbergi með parketi á gólfi. Góðir skápar er í svefnherbergi og viðarþiljur eru á veggjum. Hvít snyrtileg veggföst innrétting á skrifstofu/fataherbergi fylgir. Svaladyr eru á skrifstofu/fataherbergi en engar svalir.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og viðarþiljum á veggjum. Herbergið er bjart og með glugga á tvo vegu.
Baðherbergið er bjart og stórt með máluðu gólfi, ágætri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu og stórum glugga. Pláss fyrir þurrkara og þvottavél.
Fasteignin býður upp á þá möguleika að hægt er að útbúa séríbúð í kjallara með sérinngangi. Einnig er möguleiki á að endurvekja byggingarrétt við húsið og byggja jafnvel lítið hús á tveimur hæðum eða bílskúr til hliðar við húsið.
Þá væri hægt útbúa aðrar tvær íbúðir til viðbótar, ein á aðalhæð og aðra á efstu hæð með sameiginlegum inngangi. Húsið yrði þá þriggja íbúða hús með mjög góðum tekjumöguleikum í útleigu. Einnig gætu mismundi kynslóðir innan sömu fjölskyldu búið undir sama þaki en allir átt sína sér íbúð. Áhugaverð eign sem býður upp á mikla möguleika og vert er að skoða.
Skipti á ódýrari eign innan höfuðborgarsvæðisins kemur til greina.
FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2025 ER KR. 101.600.000,-
Allar nánari upplýsingar gefur Heiða Guðmundsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 779-1929 eða á netfanginu heida@hallir.is.
Í lögum um fasteignakaup er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hallir fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga . Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. feb. 2014
35.950.000 kr.
43.000.000 kr.
165.9 m²
259.192 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024