Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2004
38,1 m²
3 herb.
2 svefnh.
Lýsing
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Kerhraun 50 og 49, Grímsnes- og Grafningshreppi. Í einkasölu.Um er að ræða 38,1 fm. sumarhús ásamt baðhúsi sem er óskráð. Tvær samliggjandi lóðir sem seljast saman. Húsið er upphaflega byggt árið 2004 og er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu. Húsið stendur á steyptum staurum og veröndin einnig. Verönd við húsið er í kringum 140 fm. að stærð. Á veröndinni er grillskýli, sturtuhús og gróðurhús. Gróðurhúsið er 8 fm. að stærð. Rafmagn er í gróðurhúsi. Heitur og kaldur pottur er á veröndinni. Húsið er hitað upp með hitaveitu.
Smelltu hér til að sjá staðsetningu !
Nánari lýsing:
Aðalhús
Forstofa: parketlögð. Stigi upp à svefnloft
Stofa: Parket á gólfi
Eldhús: Hvít innrétting og parket á gólfi.
Salerni: Plastparket á gólfi, salerni og vaskur
Herbergi: Parket à gólfi.
Svefnloft: Yfir hluta af húsi og þar er harðparket à gólfi.
Baðhús(bjálkahús)
Húsið er 9 fm. að stærð.
Fremst í húsinu er þvottahús og þar er dúkur á gólfi og innrétting með vaski.
Baðherbergi: Þar er salerni og sturtuklefi. Dúkur er á gólfi.
Byggð hefur verið aftan við baðhúsið ca. 4 fm geymsla með sérinngangi.
Hiti er í gólfi í öllu baðhúsinu og er það affallið af húsinu.
Lóðirnar:
Lóðirnar eru tvær og er Kerhraun 49 5.290 fm. að stærð og kerhraun 50 7.190 fm. að stærð. Heildar stærð landsins er því 12.480 fm. að stærð. Lóðirnar standa frekar hátt í landinu og er þvi mjög gott útsýni frá húsinu. Landið er allt kjarrivaxið en búið er að planta í kringum 200 plötum í landið.
Sumarhúsafélagið:
Mjög virkt sumarhúsafélag er á svæðinu og er hægt að fræðast betur um það með því að smella hér.
Nánari upplýsingar veita
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. jún. 2015
8.985.000 kr.
5.100.000 kr.
38.1 m²
133.858 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025