Lýsing
Pantið einkaskoðun - sýnum samdægurs ! Íbúð 609 MEÐ þaksvölum í suðvestur.
Vel skipulögð og björt 112,7 fm, þriggja herbergja íbúð á sjöttu hæð með 42 fm þaksvölum, gert ráð fyrir heitum potti.
Sjá sölusíðu -> Orkureiturinn
Orkureiturinn er skipulagður og hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku og blágrænar ofanvatnslausnir. Á byggingartíma er lögð áhersla á endurvinnslu byggingarefnis, jarðvegs og gróðurs á svæðinu. Skipulag reitsins er það fyrsta í Reykjavík sem vottað er af BREEAM vistvottunarkerfinu og hefur það fengið einkunina Excellent.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is
Eignin skiptist í forstofu með góðu skápaplássi. Inn af forstofu er baðherbergi er með sturtu og fallegri innréttingu. Sér þvottahús er við hlið baðherbergis. Mjög rúmgóð hjónasvíta með sér baðherbergi og góðu skápaplássi og annað barnaherbergi með skápum. Eldhús er með fallegri eyju og er innbyggt spanhelluborð frá Bora með gufugleypi. Önnur eldhústæki eru frá Miele. Frá alrými er útgengt út á glæsilegan 42 fm þakgarð sem snýr í suðvestur.
Íbúðin afhendist með vönduðum innréttingum frá Nobila (sölu- og þjónustuaðili: GKS) innrétttingarþema sem ákveðin hafa verið af innanhússarkitekt verkefnisins, Rut Káradóttir er 3+, "easy touch" frontar og dekton steinplata.
Hver íbúð er útbúin loftræstikerfi með varmaendurvinnslu. Allt loft sem fer í gegnum kerfið er síað og er því minna af svifryki og frjókornum í íbúðunum en ella.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is