Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Daði Hafþórsson
Gunnar Helgi Einarsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Lilja Guðmundsdóttir
Jenný Sandra Gunnarsdóttir
Ingimar Óskar Másson
Kári Sighvatsson
Jenný Sif Ólafsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1972
svg
69,9 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Eignamiðlun kynnir:

Björt og vel skipulögð 69,9 fermetra þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í mjög fallegu fjölbýli sem nefnt var „Arkitektablokkin“. Glæsilegur garður, tvennar svalir, tvö svefnherbergi, björt stofa, mjög snyrtileg sameign endurnýjuð fyrir tveimur árum. Húsinu hefur verið vel við haldið, múrviðgert, málað og þak yfirfarið á árunum 2019 og 2020, rafmagnstafla hússins endurnýjuð 2025. Mest allt gler í íbúðinni hefur verið endurnýjað ásamt stórum hluta tréverks sunnan megin á húsinu og öllum opnanlegum fögum. Stutt er í helstu þjónustu. Leikskóli, grunnskóli, verslanir og útvisti í Elliðaárdal eru í göngufæri. Frábær fyrsta eign.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina. Til að undirbúa kauptilboð þá er skynsamlegt að fá söluverðmat á þinni eign, þér að kostnaðarlausu. Hringið og ræðið málið í síma 663-2508.

 
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Smelltu hér til að senda póst á fasteignasala.


Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 69,9 fm, sem skiptist í 64,8 fermetra íbúð og 5,1 fermetra geymslu í kjallara en einnig er lítil geymsla á stigapalli við íbúð, sem er nýtt sem þvottaherbergi.
Aðkoma hússins er mjög snyrtilegt og lítur húsið vel út. Arkitektúr þess er óvenjulegur, svalir á báðum hliðum, mikið tréverk og stórir gluggar. Stigagangur er snyrtilegur og fær greinilega góða umhyrðu. Komið er einn í hol íbúðar, sem afmarkast af flísum á gólfi, þar sem stofur og eldhús eru til vinstri og svefnherbergi til hægri, en baðherbergi beint framundan. Flísar eru á holinu, parket á stofu og dúkur á herbergjum.
Stofan er björt, stórir gluggar í átt að stórum garði ásamt mjög notalegum svölum. Nýlegt parket er á stofum. Eldhús er með stórri hvítri innréttingu, nægu plássi fyrir matarborð, og flísum á gólfi.
Svefnherbergin eru tvö, ágætt barnaherbergi með innbyggðum fataskáp og hjónaherbergi með stórum fataskáp og dyrum út á svalir. Stórir gluggar einkenna herbergin, eins og stofuna. Upprunalegur gólfdúkur er á gólfum í herbergjum. Baðherbergið er með dúk á gólf, hvítum hreinlætistækjum, baðkari. Á stigapalli utan íbúðar er lítið geymsla sem nýtist í dag sem þvottaherbergi. Í kjallara er stór geymsla með glugga.

Björt og vel skipulögð eign sem gefur mikla möguleika.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1
. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík