Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Upplýsingar
svg
1740,4 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Fasteignamiðstöðin kynnir jörðina og ferðaþjónustubýlið Heydalur Súðarvíkurhreppi, fasteignanúmer F212-7355 og landeignanúmer
L141571 ásamt öllum búnaði og öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi eignarland og sameignarréttindi. 


Fjöll, firnindi og fjara eru einkunnarorð Vestfjarða og einkennandi fyrir Heydal. Umhverfi Heydals er kjörið til útivistar. Dalurinn liggur að sjó og úr fjörunni er útsýni yfir á Snæfjallaströnd og Drangajökul. Eftir dalnum liðast Heydalsá sem á upptök sín uppi á heiði. Í ánni veiðist bæði lax og sjóbirtingur. Láglendi og hlíðar eru kjarri vaxin, en hrjóstrugt er þegar upp á fjöll er komið. Víða setja gil svip á landslagið og innst í dalnum er stuðlabergsbrú yfir Heydalsá og í gili Þverár eru margir litlir fossar og bergstandar. Heydalsá er til helminga í eigu Galtahryggs og Heydals. Galtahryggur er einnig til sölu ef áhugi er fyrir því. 

Árið 2002 hófust framkvæmdir við að endurgera gamla fjósið í Heydal og úr því gerð níu hótelherbergi. Úr gömlu hlöðunni var byggður veitingastaður sem er rekinn allt árið.  Aðgengi fyrir fatlaða er gott innanhúss. Síðar var byggð ný álma með tíu hótelherbergjum, bílskúr, geymslurými og yogarými. Gamla íbúðarhúsið í Heydal var einangrað og klætt að utan árið 2001, þakið þarfnast endurnýjunar. 

Í dag er rekin fjölþætt ferðaþjónusta í Heydal þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, vinalegt umhverfi, friðsæld, fjölbreytta gistimöguleika og afþreyingu. Boðið er upp á bæði hesta- og kajakleigu, veiði í vötnum, leiksvæði fyrir börn og unglinga, gönguleiðir, fugla -og náttúruskoðun, laug hlaðna úr náttúrugrjóti og sundlaug sem staðsett er inni í gróðurhúsi. Í Heydal er einnig talandi páfagaukur og vinalegir hundar.  Gestir ferðaþjónustunnar hafa heilan dal til umráða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Heydal er einnig rekið vinsælt tjaldstæði á sumrin. 

Sjálfbærni hefur verið höfð að leiðarljósi frá því núverandi eigendur keyptu jörðina árið 2000. Náttúruvæn umhverfisstefna er höfð að leiðarljósi á sem flestum sviðum. Má þar nefna rafmagnsframleiðslu með vindi, vatni og sól, trjárækt, grænmetisrækt og fiskeldi. Á veitingastaðnum er nýtt grænmeti úr gróðurskýlum og fiskur úr fiskeldi staðarins sem hefur 20 tonna stöðuleyfi fyrir bleikjueldi. Gamla vélaskemman er í dag nýtt sem þvottahús hótelsins. Þrír sumarbústaðir eru notaðir í útleigu, einn þeirra er nýlegt bjálkahús sem hefur verið einangrað og með nýjum gluggum og útihurð. Tveir bústaðir eru gamlir og illa einangraðir, eingöngu nýttir á sumrin. 
Árið 2003 létu eigendur bora eftir heitu vatni í túnfætinum, þá fékkst 37°C heitt vatn.  Aftur var borað árið 2009 og fékkst þá heitara vatn, 48°C heitt en í minna mæli. Árið 2015 voru aftur 2 holur boraðar en með minni árangri. Allar byggingar eru nú hitaðar með heitu vatni. Vatn sem ekki er nýtt í upphitun húsa fer í sundlaug og heita potta. 
Hér er um að ræða mjög áhugavert fyrirtæki með gott orðspor og í góðum rekstri með margvísleg tækifæri. 
 
 Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson með netfang magnus@fasteignamidstodin.is eða í sími 892 6000.

Tilvísunarnúmer 10-2741

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000 / 892 6000
tölvupóstfang:  fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is
Guðrún Olsen sími 550 3000 netfang gudrun@fasteignamidstodin.is            
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár,
til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur