Lýsing
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna Hvassaleiti 26, fallega, bjarta og vel skipulagða fimm til sex herbergja hæð á annarri hæð í fjögurra hæða húsi, ásamt bílskúr. Húsið er nýlega steinað að utan og hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Búið er að skipta um glugga á austurhlið hússins. Íbúðin er í göngufæri frá Kringlunni og stutt er í skóla, leikskóla og út á stofnbrautir.
Íbúðin sjálf er skráð 158 fm hjá HMS og bílskúrinn 21,6 fm, eða samtals 179,6 fm.
Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á tölvupóstfangið hallgrimur@trausti.is.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn á parketlagða forstofu og hol með góðum fataskáp. Í holi er gestasnyrting sem er flísalögð í hólf og gólf.
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi og útgengt er frá stofu út á rúmgóðar og nýuppgerðar svalir.
Eldhúsið er stórt og rúmgott með eldri viðarinnréttingu, korkur á gólfi.
Baðherbergi er nýlega endurgert með upphengdu salerni og fallegu baðkari á fótum með sturtuaðstöðu, flísalagt í hólf og gólf.
Hjónaherbergið er rúmgott og bjart, með dúk á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi I er rúmgott og parket á gólfi. Mögulegt er að breyta herberginu aftur í hluta af stofunni með því að taka niður millivegg.
Herbergi II er rúmgott með parketi á gólfi og góðum skáp.
Herbergi III er rúmgott með dúk á gólfi.
Herbergi IV er rúmgott með parketi á gólfi og góðum skáp.
Í kjallara er sér þvottahús fyrir íbúðina ásamt sér geymslu, hjóla- og vagnageymslu.
Bílskúrinn er með sjálfvirkri hurðaopnun og er bílastæði fyrir framan hann. Heitt og kalt vatn er í bílskúrnum.
Skipt hefur verið um allt gler í gluggum íbúðarinnar. Nú er yfirstandandi vinna við skipti á gluggum á austurhlið hússins, nýir dyrasímar verða settir upp
og rætt hefur verið um að skipta um teppi á stigagangi.
Þessi íbúð hefur allt sem þarf fyrir stóra fjölskyldu og Hvassaleitið er með eftirsóttari staðsetningum á höfuðborgarsvæðinu. Kringlan er í göngufæri og stutt er í Laugardalinn og miðbæinn. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni löggiltum fasteignasala í síma 8966020 eða í tölvupóstfanginu hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.