Lýsing
Skráð verkstæði í iðnaðarhúsi sem stendur á iðnaðar- og athafnalóði miðsvæðis í Hveragerði.
Notkun eignar er skráð iðnaður, skráð stærð er 119.0 m² samkvæmt fasteignayfirliti HMS þar af milliloft 20.1 m², húsið er byggt árið 2008 samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar;
Neðri hæð: Verkstæðisrými, geymsla/gangur, skrifstofa/íbúðarrými með alrými og baðherbergi.
Efri hæð: milliloft (efri hæð) með salerni. Milliloft virðist vera stærra en skráning segir til um eða u.þ.b. 55-60 m².
Eignin var talsvert endurnýjuð að innan árið 2015 meðal annars ný gólfefni og innréttingar í íbúðar/skrifstofuhluta, ásamt öllum lögnum, rafmagn- og hiti ásamt lýsingu í eigninni.
Nýleg bílskúrshurð u.þ.b. 4 ára gömul. Snyrtilegt og vel við haldið húsnæði, ýmsir notkunarmöguleikar.
Verkstæðisrými, málað gólf, hátt til lofts, stór innkeyrsluhurð, með gönguhurð. Stærð hurðar er u.þ.b. breidd 4.8 metrar, hæð 4.8 metrar, rafmagnsopnun. 3-fasa rafmagnstengill, heitt og kalt vatn. Brunaslanga.
Geymsla/gangur er fyrir innan verkstæðisrými, steinteppi á gólfi, þaðan liggur timburstigi uppá efri hæð (milliloft), þaðan er innangengt í íbúðar/skriftstofurými.
Opið rými/efri hæð (milliloft) harðparket á gólfi, afstúkuð snyrting með handlaug er á efri hæð.
„Íbúðar"/skrifstofurými: anddyri, alrými og baðherbergi. ATH ekki er um að ræða skráða íbúð.
Anddyri með flísum á gólfi, laus fataskápur, inntaksrými er í lokuðum skáp í anddyri. Alrými með harðparketi á gólfi. Lítil innrétting með stálvask, vaski, þvottaðastaða er aflokuð með harmonikkuhurðum.
Baðherbergi með salerni, sturtu og vaskinnréttingu, speglaskápur, handklæðaofn flísar á gólfi.
Húsið er skráð verkstæði samkvæmt fasteignayfirliti HMS. Undirstöður og gólfplata eru úr járnbentri steinsteypu.
Burðarvirki hússins er stálgrind. Þak er bárujárnsklætt. Sameiginleg malbikuð lóð, við hvert bil eru tvö bílastæði
Lóðin er í sameiginleg, 3070.3 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ.
32 bílastæði eru á lóðinni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Sérafnotafletir á lóð eru fyrir framan innkeyrsludyr séreigna, með vesturhlið hússins og suðurhlið lóðar, sjá nánar litamerkingu í eignarskiptayfirlýsingu.
Hver eign sér um viðhald og umhirðu viðkomandi sérafnotaflatar.
Skráningar eignarinnar hjá HMS:
Fasteignanúmer 229-7585.
Stærð 119.0 m².
Byggingarár: 2008
Byggingarefni: Steypt+málmur
Merking 01.0105 Iðnaður
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala