Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Vista
svg

4045

svg

3021  Skoðendur

svg

Skráð  7. jan. 2025

einbýlishús

Eikjuvogur 5

104 Reykjavík

159.000.000 kr.

809.572 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2023496

Fasteignamat

127.900.000 kr.

Brunabótamat

98.710.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1967
svg
196,4 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Um er að ræða virkilega vel skipulagt einbýlishús ásamt bílskúr á góðum stað við Eikjuvog 5, 104 Reykjavík. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og hefur það verið mikið endurnýjað að innan síðastliðin 2 ár. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 196,4 fm og skiptist þannig að íbúðarrýmið er 173,8 fm og bílskúrinn er skráður 22,6 fm. Eigninni fylgir einnig óskráð rými undir hluta af húsinu sem býður upp á mikla möguleika og er þetta rými um 85 fm en í dag eru þar geymslur og sauna. Miklar endurbættur hafa átt sér stað síðastliðin ár t.a.m. hefur verið dregið í rafmagn og sett ný rafmagnstafla. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar ásamt varmaskipti, skólpi, nýlegri hitaveitugrind. Gólfhiti er í húsinu og nýleg innrétting frá Innlifun á Suðurlandsbraut. Einnig hafa öll gólfefni verið endurnýjuð ásamt innihurðum, internet dregið í öll herbergi og stofu. Árið 2000 var dúkurinn á þakinu endurnýjaður.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT OG ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu. Innaf forstofunni er gestasnyrting með glugga. Frá forstofu tekur við hol / borðstofa með aukinni lofthæð og fallegum þakglugga sem gefur skemmtilega birtu inn í rýmið. Eldhúsið er glæsilegt með fallegri innréttingu og eldunareyju, vönduð tæki, innbyggð uppþvottavél. Tveir ofnar í vinnuhæð og gert er ráð fyrir amerískum ísskáp, niðurfall undir ísskáp. Innaf eldhúsinu er þvottahús með innréttingu, sérinngangur inn í þetta rými. Innaf þvottahúsinu er geymsla / búr. Frá þvottahúsi er unnt að ganga niður í kjallara sem er hluta til undir húsinu og er það rými ekki skráð í birta fermetrastærð. Við hlið hol / borðstofu og eldhúsi eru tvær samliggjandi stofur og er önnur þeirra með fallegum arni með Drápuhlíðargrjóti og hin stofan er nýtt í dag sem snjónvarpsherbergi og þaðan er unnt að ganga út á verönd sem snýr til suðurs. Frá borðstofu / holi er gengið inn í svefnherberbergjaálmu hússins. Rúmgott hjónaherbergi og innaf herberginu er fataherbergi með glugga. Frá hjónaherbergi er unnt að ganga út á suðurverönd / garð. Glæsilegt endurnýjað baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, Walk-in sturta með innbyggðum tækjum, upphengt salerni og innrétting. Þrjú svefnherbergi til viðbótar. Gólfefni: parket og flísar á gólfum. Bílskúrinn er 22,6 fm og er hann með heitu og köldu vatni, sjálfvirkum hurðaopnara og nýlegri bílskúrshurð. Fyrir framan bílskúrinn eru bílastæði með snjóbræðslu. 

Undir húsinu er um 85 fm óskráð rými en þar er í dag sauna, geymslurými og er lofthæðin frá ca 180 fm - 220 fm. Þetta rými býður upp á mikla möguleika. 

VIRKILEGA VEL SKIPULAGT EINBÝLISHÚS EFTIR KJARTAN SVEINSSON Á FRÁBÆRUM STAÐ MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.  

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram

Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

img
Andri Sigurðsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. jún. 2022
90.800.000 kr.
118.000.000 kr.
196.4 m²
600.815 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur