Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Vista
einbýlishús

Austurkór 58

203 Kópavogur

275.000.000 kr.

927.175 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2329183

Fasteignamat

179.800.000 kr.

Brunabótamat

148.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2015
svg
296,6 m²
svg
8 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
Opið hús: 12. janúar 2025 kl. 12:15 til 13:00

OPIÐ HÚS AÐ AUSTURKÓR 58, 203 KÓPAVOGI, SUNNUDAGINN 12. JANÚAR FRÁ KL. 12:15 - 13:00. ALLIR VELKOMNIR!!

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: Sérlega vandað og stórglæsilegt einbýlishús hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt. Húsið er á tveimur hæðum ásamt bílskúr á einstökum útsýnisstað við Austurkór í Kórahverfinu og í jaðri golfvallar GKG. Um er að ræða steinsteypt hús sem var byggt árið 2015 og stendur húsið á 577 fm lóð með fallegri aðkomu og upphituði bílaplani. Á baklóð er skjólsæl verönd með heitum potti og lítill garður sem lagður er gervigrasi. Eignin er björt og með góðu skipulagi og hefur verið innréttuð á sérlega smekklegan hátt. Sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi, baðherbergjum og sjónvarpsvarpsherbergi, granít borðplötur og glæsilegur arinn í miðrými stofu og borðstofu prýðir eignina. Gólfhiti og innbyggð lýsing. Gólfsíðir gluggar á aðalhæðinni og rúmgóðar svalir með einstöku útsýni yfir borgina, til sjávar, vestur að Snæfellsjökli og víðar en þess ber að geta að fyrir aftan húsið er friðað svæði og skyggir því ekkert á útsýnið. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 296,6 fm og skiptist þannig að efri hæðin er 115,1 fm og neðri hæðin 153,8 fm ásamt 27,7 fm bílskúr, samtals: 296,6 fm. Allar innréttingar og hurðar eru sérsmíðaðar úr reyktri eik að undanskildum fataskápum í barnaherbergjumMöguleiki að breyta hluta neðri hæðarinnar í íbúð

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Nánari lýsing eignar efri hæðar: Komið er inn í forstofu og innaf forstofunni er gestasalerni með glugga. Á hægri hönd frá forstofu er innangengt í bílskúrinn sem er með epoxy á gólfum, innréttingu og glugga. Parketlagður gangur og á hægri hönd er sjónvarpsherbergibaðherbergi og hjónaherbergi ásamt fataherbergi. Skv. teikningum er þetta rými teiknað sem 23,8 fm hjónaherbergi ásamt baðherbergi. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með gasarni. Frá stofu efri hæðar er glæsilegt útsýni og frá borðstofu er unnt að ganga út á svalir sem umlykja efri hæðina og  verönd sem liggur að framanverðu . Fallegt sérsmíðuð innrétting í eldhúsi og eyja. 

Nánari lýsing neðri hæðar: Parketlagður stigi á neðri hæðina en þar eru fimm svefnherbergi (eitt af þessum herbergjum er skráð geymsla skv teikningnum). Frá neðri hæðinni er útgengt út á lóðina bakatil og verönd með heitum potti. Flísalagt þvottahús einnig með útgangi út á baklóðina. Baðherbergi með baðkari og sturtu og einnig er unnt að ganga út á lóðina frá baðherbergi. Rúmgott rými á neðri hæðinni sen væri hægt að breyta í íbúð. 

Gólfefni: parket og flísar á gólfum. 

Sérlega glæsileg eign og frábær staðsetning í næsta nágrenni við alla helstu þjónustu, grunn- og leikskóla, íþróttasvæði og verslanir. Stutt í útivistarparadís með fallegum göngu- og hjólaleiðum sem liggja m.a. inn í Heiðmörk. Stutt er í helstu stofnæðar frá hverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram

Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat

img
Andri Sigurðsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur