Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2001
87,5 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Skuggagil 6 - 102
Um er að ræða mikið endurnýjaða þriggja til fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi í fjórbýlishúsi. Rúmgóð verönd til vesturs með heitum potti. Frábær staðsetning í barnvænu umhverfi í nálægð við leik- og grunnskóla. Geymsluskúr á lóð getur fylgt.
Eignin er skráð samtals 87,5 fm. að stærð og skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús og stofu í opnu rými að hluta, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Eitt herbergið er skráð sem geymsla skv. teikningum. Íbúðin á hlutdeild í sameiginlegri geymslu/inntaksrými á jarðhæð.
Forstofa með flísum á gólfi, innaf forstofu er þvottahús.
Þvottahús með flísum á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð í innréttingu. Innrétting í þvottahúsi er smíðuð meðal annars úr gömlu eldhúsinnréttingunni.
Eldhús og stofa með parket á gólfi, færanleg eyja sem hægt er að sitja við og eru skúffum öðru megin. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingu. Úr stofu er útgengi út á rúmgóða verönd með heitum potti.
Baðherbergi með flísum á gólfi og flísalögð sturta með glerskilrúmi. Upphengt wc og innrétting við vask.
Svefnherbergin eru þrjú, eitt þeirra er skráð sem geymsla á teikningum. Öll eru þau með parket á gólfum og fataskápum.
Annað:
- Stutt í leik- og grunnskóla
- Heitur pottur
- Rúmgóð verönd
- Mikið endurnýjuð íbúð
- Húsið málað að utan 2023-2024
- Íbúðin mikið endurnýjuð fyrir ca 3 árum síðan.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. nóv. 2016
20.400.000 kr.
26.600.000 kr.
87.5 m²
304.000 kr.
10. des. 2010
15.950.000 kr.
18.000.000 kr.
87.5 m²
205.714 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025