Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1958
103,6 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 21. janúar 2025
kl. 18:00
til 18:30
Opið hús: Bugðulækur 9, 105 Reykjavík, Eignin verður sýnd þriðjudaginn 21. janúar 2025 milli kl. 18:00 og kl. 18:30.
Lýsing
Hallir fasteignamiðlun kynna í einkasölu vel skipulagða og snyrtilega fimm herbergja sérhæð við Bugðulæk 9, 105 Reykjavík. Íbúðin er á þriðju hæð (efstu) og er með fallegu útsýni til allra átta.
Eignin er 103,60 fermetrar skv skráningu HMS, þar af er geymsla 1,80 fm en hún er staðsett á hæðinni. Íbúðin skiptist í; anddyri, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi og nýlega uppgert baðherbergi, einnig er sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Ísskápur og uppþvottavél geta fylgt.
Eldhúsinnrétting íbúðarinnar er upprunaleg og er hún teiknuð af Kristínu Guðmundsdóttur (1923–2016) en hún var fyrsti menntaði innanhússarkitekt landsins. Kristín ruddi brautina þegar hún sigldi árið 1943 með Brúarfossi til New York og fór með lest til Chicago þar sem hún hóf nám í innanhússarkitektúr og hönnun við Northwestern University. Ekki hafa margar eldhúsinnréttingar varðveist eftir hana og því fágætt að finna upprunalega eldhúsinnréttingu í góðu ástandandi í íbúðum i dag.
Húsið er byggt árið 1958, steinað að utan og hefur hlotið reglubundið viðhald í gegnum árin.
Mjög góð staðsetning í Laugalækjahverfinu, en stutt er í almenningssamgöngur ásamt því að margþætt þjónusta, skóli og verslanir eru til staðar í hverfinu að ógleymdi Laugardalslaug.
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 779-1929 og á netfanginu heida@hallir.is.
Nánari lýsing íbúðar:
Sameiginlegur inngangur með íbúðinni á annari hæðinni. Sameignin er snyrtileg og hefur nýlega verið máluð og teppalögð.
Hol/gangur með parket á gólfi, laus skápur fylgir ekki.
Stofan er með parket á gólfi og útgengi út á norð/vestur svalir.
Eldhúsið er með parket á gólfi, helluborð, stæði fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð. Innréttingin er upprunaleg og hönnuð af Kristínu Guðmundsdóttur.
Baðherbergið er nýlega uppgert, sjá nánar í framkvæmdasögu hér fyrir neðan.
Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi og innbyggðum skáp.
Fjögur herbergi með skápum, þar af er einn skápurinn hannaður af Kristínu Guðmundsdóttur í sama stíl og eldhúsinnréttingin, parket á gólfum. Útgengi er út á svalir frá einu herberginu.
Lítil geymsla á hæðinni við hlið inngangs íbúðar.
Sameiginlegt þvottahús og þurkherbergi á jarðhæðinni.
Gólfefni eru farin að láta á sjá á nokkrun stöðum, en gegnheilt parket er á hluta íbúðar sem hægt er að pússa upp.
Framkvæmdasaga samkvæmt upplýsingum seljanda.
Sumarið 2024 - Baðherbergi endurnýjað í íbúðinni
1. Veggur: Fjarlægð fúa í timbri í forskoluðum vegg, hent og skipt út fyrir nýtt
timbur. Formacel sett utan á til vatnsklæðningar og blautrými vatnsvarið til
verndar fyrir allt blautrýmið.
2. Veggir og gólf: Nýjar flísar á veggi og gólf, hiti settur í gólf og sturtu. Bað
fjarlægt og nýr sturtubotn steyptur upp.
3. Salerni: Nýtt vegghengt salerni og klósettkassi settur upp.
4. Sturta: ný blöndunartæki fyrir sturtu ásamt nýjum MORE sturtutækjum með
stórum haus, svartir. Lokuð sturtuhilla með gleri sett upp í sturtuklefa.
5. Ný innrétting, speglaskápur, vaskur, handklæðaofn sett upp og ný
blöndunartæki við vask frá MORE.
6. Rafmagn og lýsing: öll endurnýjuð og rafmagn lagt inn á baðherbergið.
7. Pípulagnir endurnýjaðar: Fjarlægt gamalt rör og sett nýtt plast í staðinn.
Salerni, vaskur og fráveita tengd að nýju, öndun á klóak röri endurnýjað og lagfærð
Viðgerð á þaki fyrir ofan baðherbergi/salerni (sameignar hluti)
1. Viðgerð á leka í þaki vegna gallaðrar öndunar á klóak röri.
2. Nýr öndunarstútur (sink-túða) settur upp fyrir ofan klóak rör.
3. Auka öndun sett á þak fyrir ofan salernis.
Hiti: ofnar og hitagrind - 2023
1. Skipt þrýstiminnkara í ofnagrind.
2. Ofnhausar endurnýjaðir og stilltir upp á nýtt.
Íbúð almennt
1. Íbúðin hefur nýlega öll verið máluð
2. Hljóðeinangrunarplötur settar á einn vegg inn í stofu.
3. Nýjar gardínur settar upp í stofu.
Íbúð - fyrirhugaðar framkvæmdir 2025
1. Skipta á um stakan glugga í stofu sem snýr að Bugðulæk 7. (er í pöntun)
2. Skipta á um svalahurð í stofu. (er í pöntun)
3. Skipta um svalahurð í svefnherbergi og áfastan glugga við hliðina á svalahurð.
Glugga og hurðaskipti: Greitt hefur verið 50% af þessum framkvæmdum, og rest
greiðist við uppsetningu. (Verð: 1.250.000 kr., liðir 1-3)
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Eignin er 103,60 fermetrar skv skráningu HMS, þar af er geymsla 1,80 fm en hún er staðsett á hæðinni. Íbúðin skiptist í; anddyri, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi og nýlega uppgert baðherbergi, einnig er sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Ísskápur og uppþvottavél geta fylgt.
Eldhúsinnrétting íbúðarinnar er upprunaleg og er hún teiknuð af Kristínu Guðmundsdóttur (1923–2016) en hún var fyrsti menntaði innanhússarkitekt landsins. Kristín ruddi brautina þegar hún sigldi árið 1943 með Brúarfossi til New York og fór með lest til Chicago þar sem hún hóf nám í innanhússarkitektúr og hönnun við Northwestern University. Ekki hafa margar eldhúsinnréttingar varðveist eftir hana og því fágætt að finna upprunalega eldhúsinnréttingu í góðu ástandandi í íbúðum i dag.
Húsið er byggt árið 1958, steinað að utan og hefur hlotið reglubundið viðhald í gegnum árin.
Mjög góð staðsetning í Laugalækjahverfinu, en stutt er í almenningssamgöngur ásamt því að margþætt þjónusta, skóli og verslanir eru til staðar í hverfinu að ógleymdi Laugardalslaug.
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 779-1929 og á netfanginu heida@hallir.is.
Nánari lýsing íbúðar:
Sameiginlegur inngangur með íbúðinni á annari hæðinni. Sameignin er snyrtileg og hefur nýlega verið máluð og teppalögð.
Hol/gangur með parket á gólfi, laus skápur fylgir ekki.
Stofan er með parket á gólfi og útgengi út á norð/vestur svalir.
Eldhúsið er með parket á gólfi, helluborð, stæði fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð. Innréttingin er upprunaleg og hönnuð af Kristínu Guðmundsdóttur.
Baðherbergið er nýlega uppgert, sjá nánar í framkvæmdasögu hér fyrir neðan.
Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi og innbyggðum skáp.
Fjögur herbergi með skápum, þar af er einn skápurinn hannaður af Kristínu Guðmundsdóttur í sama stíl og eldhúsinnréttingin, parket á gólfum. Útgengi er út á svalir frá einu herberginu.
Lítil geymsla á hæðinni við hlið inngangs íbúðar.
Sameiginlegt þvottahús og þurkherbergi á jarðhæðinni.
Gólfefni eru farin að láta á sjá á nokkrun stöðum, en gegnheilt parket er á hluta íbúðar sem hægt er að pússa upp.
Framkvæmdasaga samkvæmt upplýsingum seljanda.
Sumarið 2024 - Baðherbergi endurnýjað í íbúðinni
1. Veggur: Fjarlægð fúa í timbri í forskoluðum vegg, hent og skipt út fyrir nýtt
timbur. Formacel sett utan á til vatnsklæðningar og blautrými vatnsvarið til
verndar fyrir allt blautrýmið.
2. Veggir og gólf: Nýjar flísar á veggi og gólf, hiti settur í gólf og sturtu. Bað
fjarlægt og nýr sturtubotn steyptur upp.
3. Salerni: Nýtt vegghengt salerni og klósettkassi settur upp.
4. Sturta: ný blöndunartæki fyrir sturtu ásamt nýjum MORE sturtutækjum með
stórum haus, svartir. Lokuð sturtuhilla með gleri sett upp í sturtuklefa.
5. Ný innrétting, speglaskápur, vaskur, handklæðaofn sett upp og ný
blöndunartæki við vask frá MORE.
6. Rafmagn og lýsing: öll endurnýjuð og rafmagn lagt inn á baðherbergið.
7. Pípulagnir endurnýjaðar: Fjarlægt gamalt rör og sett nýtt plast í staðinn.
Salerni, vaskur og fráveita tengd að nýju, öndun á klóak röri endurnýjað og lagfærð
Viðgerð á þaki fyrir ofan baðherbergi/salerni (sameignar hluti)
1. Viðgerð á leka í þaki vegna gallaðrar öndunar á klóak röri.
2. Nýr öndunarstútur (sink-túða) settur upp fyrir ofan klóak rör.
3. Auka öndun sett á þak fyrir ofan salernis.
Hiti: ofnar og hitagrind - 2023
1. Skipt þrýstiminnkara í ofnagrind.
2. Ofnhausar endurnýjaðir og stilltir upp á nýtt.
Íbúð almennt
1. Íbúðin hefur nýlega öll verið máluð
2. Hljóðeinangrunarplötur settar á einn vegg inn í stofu.
3. Nýjar gardínur settar upp í stofu.
Íbúð - fyrirhugaðar framkvæmdir 2025
1. Skipta á um stakan glugga í stofu sem snýr að Bugðulæk 7. (er í pöntun)
2. Skipta á um svalahurð í stofu. (er í pöntun)
3. Skipta um svalahurð í svefnherbergi og áfastan glugga við hliðina á svalahurð.
Glugga og hurðaskipti: Greitt hefur verið 50% af þessum framkvæmdum, og rest
greiðist við uppsetningu. (Verð: 1.250.000 kr., liðir 1-3)
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. jan. 2023
65.500.000 kr.
68.400.000 kr.
103.6 m²
660.232 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025