Lýsing
Miklaborg kynnir:
Björt og skemmtilega skipulögð 84 fm, 4ra til 5 herbergja íbúð sem skiptist í hæð og ris ásamt 20,5 fm bílskúr í Norðurmýrinni.
NÁNARI LÝSING: Gengið inn um sameiginlegan inngang með miðhæð húsins og þaðan gengið upp steinsteyptan stiga upp í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Gengið er út á svalir úr holi. Eldhús er rúmgott með góðri innréttingu. Stofan er tvískipt og skiptist í stofu og borðstofu og eru stofurnar rúmgóðar. Gengið upp stiga í rishæð íbúðarinnar. Tvö ágæt barnaherbergi eru í risi ásamt rúmgóðu hjónaherberg með útgengt á svalir í suður. Baðherbergið er rúmgott með svölum, góðri innréttingu og stóru hornbaðkari. Í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. Eigninni fylgir 20 fm bílskúr með stæði fyrir framan. Bílskúr er með rafmagni en ekki hita og er innangengt í hann frá sameign.
GÓLEFNI: Parket er á flestum gólfum nema anddyri, eldhúsi og baðherbergi en þar eru flísar.
Skemmtilega skipulögð eign sem nýtist sérlega vel og er mun stærri að gólffleti en opinberar tölur segja
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is