Lýsing
Um er að ræða vandað stálgrindarhús. Innkeyrsluhurð 4,2 metrar á hæð og 4 metrar að breidd, sérgönguhurð í báðum endum.Góð lofthæð, gott vinnupláss og útisvæði.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í stórt opið rými, vinnuborð, vaskur og salerni. Á efri hæð er búið að innrétta rými líkt og íbúð með tveimur herbergjum, eldhúsi, baðherbergi og auka geymslurými. Þriggja fasa rafmagn í vinnurými á jarðhæð.
Jarðhæð: Innangengt frá báðum hliðum og stór innkeyrsluhurð.
Efri hæð - Nánar:
Eldhús: Snyrtileg eldhúsinnrétting með ágætis skápaplássi, eldavél, pláss fyrir ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa: opið rými með sjónvarpshorni og borðkrók.
Baðherbergi: Ágætis baðinnrétting við vask. Dúkur á gólfi og baðkar með sturtu.
Herbergi 1: Rúmgott herbergi með glugga og góðu plássi fyrir skápa. Nýtist eins og svefnherbergi í dag.
Herbergi 2: Geymsla með þakglugga.
Geymslurými: uþb. 30 fermetra geymslurými.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður