












Lýsing
Miklaborg kynnir: Góð 2ja herbergja íbúð á 2.hæð í húsi fyrir eldri borgara.
NÁNARI LÝSING: Komið inn í anddyri og þaðan gengið inn í bjarta stofu. Eldhús er með nýlegri fallegri innréttingu og er opið inn í rúmgóðar samliggjandi stofur. Frá borðstofu er gengið út á yfirbyggðar svalir í suður með fallegu útsýni. Baðherbergið er rúmgott og með góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergið er rúmgott með góðum skápum. Fram á gangi er sér geymsla.
Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum, skipt um eldhúsinnréttingu og tæki, ný gólfefni. Baðherbergið fékk andlitslyftingu og ný gólfefni voru sett á alla íbúðina. Skipulagi íbúðarinnar var breytt þar sem aukaherbergi var fellt niður og í stað er stofurýmið sérlega rúmgott og bjart.
Góð félagsaðstaða er á jarðhæð húsins þar sem hægt er að panta heitan mat í hádeginu og stunda það félag