Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2009
svg
146,7 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 4ra herb. raðhús á tveimur hæðum að Hólavaði 25 í Norðlingaholti í Reykjavík. Eigninni fylgir bílskúr og skjólgóð viðarverönd er út frá stofu til suðurs. Gólfhiti er í húsinu og aukin lofthæð. Hverfið er einstaklega fjölskylduvænt og vinsælt. Göngufæri er í leik- og grunnskóla sem og matvöruverslun. Einnig er örstutt út í náttúruna s.s. Heiðmörk, Rauðavatn og Hólmsheiði. Farið er um örugga stíga og undirgöng. 
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi, gestasalerni, sjónvarpshol, bílskúr og geymslu. Eignin er skráð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 146,7 m2.


**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN !
 
Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa er inn af hellulagðri stétt með snjóbræðslu. Forstofan er með ljósgráum gólfflísum sem flæða inn á gestasalerni. Mjög gott skápapláss.
Gestasalerni er inn af forstofu. Upphengt salerni og viðarskápur undir handlaug. Ljósgráar gólfflísar.
Stofa og borðstofa er eitt og sama rýmið og opið með eldhúsi. Útgengi er út á viðarverönd með skjólgirðingu. Parket á stofurými. 
Viðarverönd er alveg afgirt og er dekkið nýlegt. Lagt hefur verið fyrir heitum potti.
Eldhús er með hvítri "L" laga innréttingu. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgir. Samsung ofn (nýr frá 2021) og helluborð.
Bílgeymsla er með heitu og köldu vatni. Gólf var flotað 2021 og málað með Epoxy. Niðurfall í gólfi. Stærð skv. skráningartöflu er 27,2 m2 (birt flatarmál). Snjóbræðsla er undir hellulögðum bílaplani.

Nánari lýsing efri hæðar:
Stigi
milli hæða er steyptur og teppalagður. Einstaklega hátt til lofts með þakglugga sem hleypir góðri birtu inn í miðrýmið. Undir stigapalli er hol/rými.
Sjónvarpshol er miðja efri hæðar. Parket á gólfi.
Baðherbergi er einstaklega rúmgott og inn af því er þvottahús. Walk-in sturta með gleri, baðkar, hvít skápaeining undir handlaug, veggfestur skápur og spegill og upphengt salerni. Hvítar og ljósgráar flísar. 
Þvottahús með stæði og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, er inn af baðherbergi. Borð undir vélum og veggfestur hvítur skápur.
Herbergi I er mjög rúmgott og með tveimur háglans fataskápum (annar þrefaldur, hinn tvöfaldur). Lúga er upp í þakrými (fellistigi). Útgengi er út á steyptar suðursvalir ( ca 10 m2 ). Parket á gólfi herbergis.
Herbergi II er með léttum brúnum fataskáp. Parket á gólfi.
Herbergi III er með hvítum háglans fataskáp með rennihurðum. Parket á gólfi.
Geymsla er í rislofti yfir hluta efri hæðar. Lúga og fellistigi.

Garður er snyrtilegur og viðhaldslítill. Dekkið á sólpalli er nýlegt og borið á sumar 2024. Framan við hús er hellulagt bílaplan og pláss er fyrir tvo bíla.
2022 var byggt bíslag yfir anddyri húss.
2021 var sett nýtt þakjárn (ál í stað járns -talið endingarbetra).

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. jan. 2021
70.850.000 kr.
75.300.000 kr.
146.7 m²
513.292 kr.
11. jan. 2011
17.900.000 kr.
23.500.000 kr.
146.7 m²
160.191 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone