Lýsing
Lóðin er einstaklega falleg, vel hirt og afgirt með nýlegum palli í bakgarði.
Tekjumöguleikar: Hægt er að leigja út 12 fermetra herbergi í kjallara.
Frábær staðsetning!
Eignin er staðsett á rólegum og eftirsóttum stað miðsvæðis í Reykjavík, þar sem stutt er í fjölbreytta þjónustu, verslanir og afþreyingu. Í næsta nágrenni er Bónus, Hlemmur Mathöll, kaffihús (Roasters og Brikk), RVK Brewery í Skipholti, Sundhöll Reykjavíkur og útivistarsvæði Klambratúns með frisbígolfvelli. Aðeins nokkurra mínútna gangur er niður á Hlemmtorg og Laugaveg. Leikskólar og skólar eru einnig í göngufæri. Við enda götunnar eru hleðslustöðvar fyrir rafbíla og næg bílastæði.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum:
2023 • Stigagangur málaður og gangur í sameign flísalagður
2023 • Nýr sturtuklefi og vaskur í sameiginlegu þvottahúsi
2022 • Kjallaraherbergi málað og raflagnir endurnýjaðar
2021 • Eldhús endurnýjað. Ný tæki og innrétting árið
2021 • Skipt um gólfefni árið
2019 • Lagnir myndaðar
2018 • Gler og gluggalistar endurnýjað
2018 • Gert við þakrennur
2016 • Skipt um alla ofna
2014 • Þakjárn og þakgluggi endurnýjað fyrir um 10 árum, þakjárn málað
Garðurinn hefur verið vel hirtur og ræktaður undanfarin ár
Nánari lýsing
Forstofa/gangur: Teppalagður stigagangur. Pláss og snagar fyrir utan íbúð sem nýtist eins og sér forstofa sem er ekki inni í skráðum fermetrum.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með innbyggðum fataskápum.
Barnaherbergi: Parketlagt herbergi með pláss fyrir fataskáp.
Baðherbergi: Innrétting með efri skáp við vask. Handklæðaofn, vegghengt salerni og walk-in sturta með sturtugleri. Físar á veggjum.
Eldhús: Rúmgott og bjart með góðri borðaðstöðu. Einstaklega falleg viðarinnrétting (2021). Hillur með innfelldri lýsingu.
Stofa: Parketlögð, björt og rúmgóð.
Auka rými:
Geymsluris: Einangrað, klætt og með nýlegum veltiglugga. Hefur einnig nýst sem skrifborðsaðstaða.
Íbúðarherbergi í kjallara: 12 fermetrar, parketlagt, með góðum gluggum. Aðgengi að salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og eldunaraðstöðu í sameiginlegu rými. Hefur verið í útleigu.
Sameiginlegt þvottahús: Með glugga, sér tenglum fyrir hverja íbúð og þvottasnúrum.
Sérgeymslur: Tvær litlar geymslur í kjallara.
Sameiginleg geymsla undir útitröppum.
Sameiginlegur garðskúr í bakgarði.
Þetta er einstakt tækifæri til að eignast fallega og vel viðhaldna íbúð á vinsælum stað í Reykjavík með aukaherbergi í kjallara. Eign sem er vel þess virði að skoða!
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Frítt verðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður