Lýsing
Um er að ræða verulega fallega og bjarta þriggja herbergja íbúð með afgirtum palli við Hafnarbraut 12G í nýlegu lyftuhúsi, ásamt rúmgóðu stæði í bílageymslu og góðri geymslu. Íbúðin er skráð 81,2 fm og þar af 9,1 fm geymsla.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, samliggjandi borðstofu og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Þá er útgengt úr stofu á pall sem er alveg lokaður.
Nánari lýsing:
Forstofan er rúmgóð, með ljósum flísum á gólfi og þreföldum fataskáp. (Hurð fylgir með en er ekki í notkun.)
Borðstofan og stofan er bjart og opið rými, parket er á gólfi, gluggar eru á eldhúsi og gólfsíðir gluggar í stofu, útgengt er á pallinn sem snýr til suðurs úr stofu. Mjög gott skápapláss er í eldhúsinnréttingunni.
Baðherbergið er flísalagt með hvítri innréttingu með skúffum, upphengdu salerni, opnanlegum speglaskáp, sturtu með gler hurð, og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergið er rúmgott með parketi á gólfi og stórum fataskáp.
Aukaherbergið er parketlagt.
Eldhús er parketlagt með hvítri innréttingu og fínu skápaplássi, ísskápur er í hólfi en fronturinn er ekki í notkun en fylgir með.
Geymslan er staðsett fyrir framan bílastæðið í bílakjallaranum sem tilheyrir eiginni. Geymslan er 9,1 fm. Þá er sameiginleg vagna- og hjólageymsla í húsinu.
Sameign er mjög snyrtileg og vel viðhaldið. Hússjóður er kr. 16.733.
Þetta er vel skipulögð eign á besta stað á Kársnesi, stutt er í skóla, sundlaug, íþróttaaðstöðu og aðra fjölbreytta þjónustu. Kársnesið er rótgróið hverfi sem er í mikilli uppbyggingu og fyrirhuguð er tenging við miðbæ Reykjavíkur með nýrri Fossvogsbrú. Brikk bakarí og Brasserie Kársnes eru í næsta húsi. Fyrirhugað er að taka í notkun nýjan Kársnesskóla og leikskóla í Holtagerði haustið 2025.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is og Jasmín Erla í síma 772-6979.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.