Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Tryggvi Guðmundsson
Guðmundur Óli Tryggvason
Vista
hæð

Sundstræti 22

400 Ísafjörður

69.000.000 kr.

411.940 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2120546

Fasteignamat

53.100.000 kr.

Brunabótamat

71.170.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1966
svg
167,5 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is - til sölu - Sundstræti 22 Ísafirði - Rúmgóð og falleg fimm herbergja íbúð á efstu hæð í fjórbýli ásamt bílskúr - Góð staðsetning og frábært útsýni út á sundin!
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla, eldhús, stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa, tvennar svalir og forstofa. Bílskúr  er 28 m², geymsla í bílskúr. Íbúðin sjálf er skráð  139,4 m² að stærð.
Eignin er mikið endurnýjuð, búið að endurnýja þakjárn, gler og ofna meðal annars.


Sérinngangur á 1.hæð, þar er forstofa með flísum á gólfi, hiti í gólfi.
Teppalagður stigi upp í íbúðina.
Stigapallur með flísum á gólfi, góður fataskápur þar, einnig  útgengt á litlar suðursvalir þar sem sólin skín fram á kvöld yfir sumartímann
Þvottaherbergi með flísalögðu gólfi og gott hillupláss.
Eldhús með fallegri innréttingu, spanhelluborð, ofn og háfur, tengi fyrir uppþvottavél, dúkur á gólfi, mikið skápapláss.
Opið úr eldhúsi inn í rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu með góðu útsýni, parket á gólfi. 
Sjónvarpsstofa með parketi á gólfi. Möguleiki á að útbúa auka herbergi þar ef þörf er á.
Svefnherbergisgangur með parketi, útgengt þar á stórar L-laga svalir með góðu útsýni.
Baðherbergi endurnýjað og stækkað 2010, flísar og hiti í gólfi, baðkar með sturtu, hvít innrétting og skápur. 
Þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi með parketi og stórum fataskáp. 
Tvö minni herbergi með parketi á gólfi, fataskápur í öðru herberginu. 

Bílskúr er skráður 28 m², bílskúrhurð með rafmagnsopnun, afstúkuð geymsla.
Steypt bílaplan og sameiginlegur garður.
Sér rafmagns og hitamælir, ekki er greitt í hússjóð.

Framkvæmdasaga seljenda:
Gler endurnýjað 2017. Þakjárn endurnýjað 2016. Húsið málað að utanverðu 2018.
Búið að skipta um ofna í íbúðinni. Baðherbergi endurnýjað 2010.

Nánari upplýsingar og skoðunartima veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur eignir@fsv.is

Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.

Fasteignasala Vestfjarða

Fasteignasala Vestfjarða

Hafnarstræti 19, 400 Ísafirði
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
4. jún. 2010
11.700.000 kr.
18.000.000 kr.
167.5 m²
107.463 kr.
21. ágú. 2007
11.721.000 kr.
16.500.000 kr.
167.5 m²
98.507 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasala Vestfjarða

Fasteignasala Vestfjarða

Hafnarstræti 19, 400 Ísafirði
phone