Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1960
svg
326,9 m²
svg
8 herb.
svg
4 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Mikið endurnýjað, vel staðsett og glæsilegt 326,9 fm. einbýlishús á tveimur hæðum við Skildinganes 23, 102 Reykjavík. 

Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Eignin er staðsett á eftirsóttum stað í Skerjafirði með mjög fallegu útsýni til sjávar, fjalla og víðar.

Skjólgóðar þaksvalir með aðgengi að garðinum, sér bílskúr og sér stúdíóíbúð með sérinngangi. Hurðir, skápar, og hluti innréttinga er úr tekkvið, það er allt upprunalegt.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eigin skráð 326,9 fm, þar af er sér bílskúr 28,9 fm. ( og studio íbúð er c.a. 35-40 fm. - Auðvelt er að opna þar á milli ) 

Eignin skiptist á eftirfarandi hátt:
Efri hæð: Forstofa, gestasalerni, eldhús, borðstofa með útgengi út á skjólgóðar þaksvalir, tvær stórar samliggjandi stofur með arinn og sjávarútsýni. 
Neðri hæð: Gangur með útgengi út í garð. Tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, sér þvottahús og geymslur. Sér stúdíoíbúð með sér eldhúsi og sér baðherbergi og sérinngangi. Auk þess er sér bílskúr. 

Smelltu á linkinn til að skoða húsið í 3D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Húsið hefur nýlega verið mikið endurnýjað, sjá hér þau helstu atriði: 
Allar skólplagnir endurnýjaðar innan og utanhúss ásamt því var nýr brunnur settur upp. 
- Allar neysluvatnslagnir endurnýjaðar.
- Gólfhiti settur á alla efri hæð, baðherbergi og í stúdíóíbúð á neðri hæð.
- Nýir ofnar í svefnherbergjum en ofnalagnir upprunalegar.
- Suður-, austur- og norðurhliðar ásamt bílskúr pússaðar upp á nýtt.
- Tröppur og svalir pússaðar upp.
- Nýtt gler á efri hæð nema í eldhúsi og stóra rúðan í stigahúsi. Nýtt gler í stúdíóíbúð.
- Ný gólfefni a öllu húsinu. 
- Baðherbergin þrjú, gestasalernið og eldhúsin tvö voru endurnýjuð.
- Ný hellulögn með hita í kringum húsið, á bílastæði og gangstíg að húsi.
- Garður hreinsaður og tyrfður.

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056  eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Nánari lýsing efri hæð:
Forstofa er með flísum á gólfi, gólfhita og fataskáp.
Inn á forstofu er aðgengi að sér geymslugangi á neðri hæð með sérinngangi. 
Gestasalerni er inn af forstofu, þar eru sömu flísar á gólfi og á hluta af veggjum. Upphengt salerni, baðinnrétting með handlaug og opnanlegur gluggi.
Frá forstofu er komið inn í mjög stóra og bjarta borðstofu með parket á gólfi, gólfhita og stórum gluggum ásamt útgengi út á stórar, glæsilegar og skjólgóðar þaksvalir með aðgengi niður í garð frá þeim. 
Frá borðstofu eru þrjú þrep upp í tvær sameiginlegar stofur með parket á gólfi, gólfhita og stórum gluggum sem bjóða upp á flott útsýni til sjávar og víðar. Þar er fallegur arinn sem skilur að stofurnar tvær að hluta til.
Frá borðstofu er aðgengi inn í eldhús með flísum á gólfi, U-laga innréttingu með gott skápa- og vinnupláss. Ofn í vinnuhæð, helluborð og kolasíuvifta. Innbyggðir kælir og frystiskápar og uppþvottavél. Hvítar flísar á útveggjum og gluggar sem gefa góða birtu inn ásamt borðkrók og aðgengi að forstofu. 

Neðri hæð: Frá borðstofu er gengið niður flottan steyptan stiga með teppi á gólfi og glugga sem veitir inn birtu. 
Svefnherbergisgangur og herbergin fjögur eru öll parketlögð. Í öðrum endanum á ganginum er hægt að ganga út á hellulagða lóð.
Hjónasvítan er mjög rúmgóð með fataskápum og sér baðherbergi. Baðherbergi inn af hjónasvítu er með opnanlegum glugga, flísum á bæði gólfi og á veggjum, sturtu, upphengt salerni, handklæðaofn og baðinnréttingu með handlaug og skúffum. Speglaskápur þar fyrir ofan, þar við hlið er annar skápur. Hin herbergin þrjú eru öll rúmgóð með sér fataskáp. Fyrir miðjum svefnherbergisgangi er eitt þrep niður, á hægri hönd er baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum, baðkar, innrétting með handlaug, skúffum og speglaskáp þar fyrir ofan, upphengt salerni, handklæðaofn og opnanlegan glugga. Á vinstri hönd er sér þvottahús með flísum á gólfi og skolvaski. Þar á milli er búið að loka / var áður hurð. Þar fyrir innan er búið að útbúa sér studíóíbúð með sérinngangi. 
Bílskúr er með innkeyrsluhurð og inngönguhurð. Stór og mikill garður við húsnæðið. Innkeyrsla við bílskúr er hellulögð. 

Stúdíóíbúðin er með sérinngangi og gólfhita. Flísar á gólfi í anddyri sem er samliggjandi með eldhúsi. Lítil innrétting með eldavél og tveimur hellum, vinnuplássi, skúffum og vask. 
Frá eldhúsi er aðgengi að baðherbergi með flísum á gólfi og hluta af veggjum. Sturta, upphengt salerni og baðinnrétting með handlaug og skúffum. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Frá eldhúsi er gengið inn parketlagt alrými sem er bæði stofa með fataskápum og svefnherbergi í senn. 

Um er ræða fallegt "Sigvaldahús" á eftirsóttum stað í Skerjafirði. 

Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma 862-2001 / gunnar@remax.is
Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma 661-6056 / gulli@remax.is

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
 

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. maí. 2022
144.500.000 kr.
152.000.000 kr.
326.9 m²
464.974 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone