Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg og björt vel skipulögð 2-3 herbergja íbúð skráð 79,5 m2 á 1.hæð í fallegu húsi við Eskihlíð 16a í Hlíðunum í Reykjavík. Eignin samanstendur af forstofu, baðherbergi, stofu, eldhúsi, svefnherbergi, geymslu í kjallara , ásamt íbúðarherbergi í risi með aðgang að salernisaðstöðu. Samkvæmt FMR er íbúðarhluti 64,8 m2 geymsla 7,8 m2 og íbúðarherbergi 6,9 m2. í risi sem er með aðgangi að snyrtingu.
Björt og skemmtileg íbúð með möguleika á leigutekjum.
Rúmgott hol með fatahengi. Eldhúsið er rúmgott með snyrtilegri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp. Ariston keramik helluborð með viftuháf yfir. Whirlpool grill. Aðstaða fyrir eldhúsborð. Góð stofa með útgengi út á rúmgóðar svalir til norðvesturs sem snúa út í garð. Svefnherbergið er óvenju rúmgott með fataskáp. .Baðherbergi frekar lítið með flísalögðu gólf og hluta veggja, lítil innrétting með vask og setubaðkar með sturtutækjum, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. Gólfefni íbúðarinnar er harðparket. Geymsla er í kjallara með flotuðu gólfi með hillum og opnanlegum glugga. Íbúðarherbergi í risi er mjög snyrtilegt með opnanlegum glugga og harðparketi á gólfi, aðgengi er að sameiginlegri snyrtingu í risinu.
Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og húsfélagsyfirlýsingar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.
Skolplagnir undir húsi og út í götu voru endurnýjaðar árið 2006 og húsið að utan var viðgert og málað fyrir nokkrum árum síðan og lítur vel út. Skipt var um gler og glugga í sameign hússins árið 2017.
Stór garður er á baklóð og gott malbikað bílaplan fyrir framan húsið. Búið er að setja hleðslustöðvar á bílaplan.
Eignin er frábærlega vel staðsett með tilliti til allrar almennrar þjónustu og staðsett í hinu vinsæla Hlíðarhverfi.
Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is