Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
raðhús

Bakkatröð 12

605 Akureyri

94.900.000 kr.

668.310 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2500580

Fasteignamat

68.750.000 kr.

Brunabótamat

82.050.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2019
svg
142 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

Bakkatröð 12 - Glæsileg og vel skipulögð 4ra herbergja raðhúsaíbúð með bílskúr á einni hæð í Eyjafjarðarsveit - stærð 142,0 m²

* Eignin er steypt og með steyptu þaki.
* Hiti er í öllum gólfum.
* Hitalagnir, lokað kerfi er í öllum steyptum stéttum og bílalplani.
* Hljóðdempandi plötur eru í öllum loftum fyrir utan baðherbergi og bílskúr.
* Innfelld led lýsing er í íbúðinni.


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu, þvottahús, snyrtingu og bílskúr. 

Forstofa er með vínyl parketi á gólfi, tvöföldum hvítum skáp og svörtum skóskáp. 
Eldhús, falleg hvít innrétting með dökkri bekkplötu, gott skápa- og bekkjarpláss. Uppþvottavél er innfelld og fylgja með við sölu eignar. Helluborð með viftu. Úr eldhúsi er gengið út á steypta suður verönd. 
Stofa og eldhús eru í opnu rými, með vínyl parketi á gólfi, innfelldri lýsingu í lofti og gluggum til norður og suðurs. Úr stofu er gengið út á steypta verönd til norðurs.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með vínyl parketi á gólfi, hvítum fataskápum og innfelldri lýsingu í loftum. Stærð herbergja er skv. teikningum 9,7 , 10 og 13,1 m².
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu, upphengdu wc, sturtu og hurð út á suður verönd þar sem er heitur pottur. 
Lítil snyrting er inn af þvottahúsinu, með vínyl parketi á gólfi, hvítri innréttingu og upphengdu wc. 
Þvottahús er með vínyl parketi á gólfi og hvítri innréttingu með skolvask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gengið er í gegnum þvottahúsið þegar farið er inn í bílskúr. 
Geymsla er með vínyl parketi á gólfi og innfelldri lýsingu. 
Bílskúr er með epoxy efni á gólfi, rafdrifnum opnara á innkeyrsluhurð og sér gönguhurð. Loft er tekið upp. Búið er að setja upp smá geymsluhillu og vinnuborð. 

Annað
- Steyptar verandir eru beggja megin við húsið og heitur pottur er á suður veröndinni.
- Stýring fyrir heitapottinn er staðsett í bílskúrnum. 
- Varmaskiptir er á neysluvatni.
- Örstutt í leik- og grunnskóla og sund.
- Eignin er laus til afhendingar í júlí 2025.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
9. jún. 2021
29.700.000 kr.
62.900.000 kr.
142 m²
442.958 kr.
16. maí. 2019
5.040.000 kr.
32.430.000 kr.
142 m²
228.380 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone